60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2015 21:45 Ákveði Sveitarfélagið Árborg að skipta út svörtu gúmmíkurli á gervigrasvöllum sveitarfélagsins gæti það kostað á milli sextíu og sjötíu milljónir króna. Óttast er að gúmmíið geti verið krabbameinsvaldur þó þó það sé ekki sannað.Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. Skiptar skoðanir eru um gúmmíið, sumir segja að það sé heilsuspillandi og geti jafnvel valdið krabbameini þó það sé alls ekki sannað en aðrir telja gúmmíið gott fyrir vellina og hafi engin heilsuspillandi áhrif. Menningar- og frístundafulltrúi Árborgar hefur kynnt sér málið og lesið nokkrar skýrslur um gúmmíið. „Þeir vilja meina að þetta svarta gúmmí sé ekki eins hættulegt og talað er um um og verða að treysta sínum framleiðanda. Það eru líka önnur efni komin, t.d. þetta grá afgangsgúmmí sem er ekki unnið úr dekkjakurli og svo þetta græna fína. Það sem hefur verið að stoppa sveitarfélögin sem eru með þessa velli er verðið því að græna er miklu, miklu dýrara og grá er svona þarna helmingi dýrara heldur en það svarta. Það hefur örugglega haft mikil áhrif á síðustu árum hvað menn hafa verið að kaupa í þetta,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi í Árborg. Kostnaður við að skipta út svarta gúmmíinu stendur í bæjarfulltrúum og formanni íþrótta- og menningarnefndar. „Það gæti kostað sextíu, sjötíu milljónir króna að skipta á þeim öllum í einu en það kemur að þessum skiptum og þá munum við að sjálfsögðu gæta 150% öryggis gagnvart öryggi barna,“ segir Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og menningarnefndar. Kjartan segir að efninu verði skipt út á völlunum í skrefum á næstu árum. „Við viljum bara vera 150% örugg um það að það séu engin krabbameinsvaldandi efni í þessu kurli,“ bætir Kjartan við.En hafa foreldrar þeirra sem æfa á völlunum verið að kvarta undan dekkjakurlinu?„Fólk er eðlilega mis frótt um þetta og hefur á áhyggjur þegar barnið kemur svart heim með svartan bolta og svart andlit, því eðlilega litar svarta gúmmíið þegar það hitnar. Það lítur ekkert vel út, þannig að fólk hefur auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Bragi. Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ákveði Sveitarfélagið Árborg að skipta út svörtu gúmmíkurli á gervigrasvöllum sveitarfélagsins gæti það kostað á milli sextíu og sjötíu milljónir króna. Óttast er að gúmmíið geti verið krabbameinsvaldur þó þó það sé ekki sannað.Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. Skiptar skoðanir eru um gúmmíið, sumir segja að það sé heilsuspillandi og geti jafnvel valdið krabbameini þó það sé alls ekki sannað en aðrir telja gúmmíið gott fyrir vellina og hafi engin heilsuspillandi áhrif. Menningar- og frístundafulltrúi Árborgar hefur kynnt sér málið og lesið nokkrar skýrslur um gúmmíið. „Þeir vilja meina að þetta svarta gúmmí sé ekki eins hættulegt og talað er um um og verða að treysta sínum framleiðanda. Það eru líka önnur efni komin, t.d. þetta grá afgangsgúmmí sem er ekki unnið úr dekkjakurli og svo þetta græna fína. Það sem hefur verið að stoppa sveitarfélögin sem eru með þessa velli er verðið því að græna er miklu, miklu dýrara og grá er svona þarna helmingi dýrara heldur en það svarta. Það hefur örugglega haft mikil áhrif á síðustu árum hvað menn hafa verið að kaupa í þetta,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi í Árborg. Kostnaður við að skipta út svarta gúmmíinu stendur í bæjarfulltrúum og formanni íþrótta- og menningarnefndar. „Það gæti kostað sextíu, sjötíu milljónir króna að skipta á þeim öllum í einu en það kemur að þessum skiptum og þá munum við að sjálfsögðu gæta 150% öryggis gagnvart öryggi barna,“ segir Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og menningarnefndar. Kjartan segir að efninu verði skipt út á völlunum í skrefum á næstu árum. „Við viljum bara vera 150% örugg um það að það séu engin krabbameinsvaldandi efni í þessu kurli,“ bætir Kjartan við.En hafa foreldrar þeirra sem æfa á völlunum verið að kvarta undan dekkjakurlinu?„Fólk er eðlilega mis frótt um þetta og hefur á áhyggjur þegar barnið kemur svart heim með svartan bolta og svart andlit, því eðlilega litar svarta gúmmíið þegar það hitnar. Það lítur ekkert vel út, þannig að fólk hefur auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Bragi.
Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00
Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15
Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09