Tillaga Íslands samþykkt einróma á þingi IHF Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 12:19 Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu fagna sigri á einu stórmótanna. Vísir/Vilhelm Þing Alþjóðahandknattleikssambandsins var haldið í Sochi í Rússlandi nú um helgina og fulltrúar Íslands á staðnum fengu þingið til að samþykkja lagabreytingartillögu frá Íslandi. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ og Davíð B. Gíslason varaformaður HSÍ sátu þingið fyrir hönd Handknattleikssambands Íslands en þar voru tekin fyrir hefðbundin aðalfundastörf IHF eins og ávallt er gert á tveggja ára fresti. Meðal annars eru teknar fyrir tillögur frá álfusamböndum eins og Handknattleikssambands Evrópu (EHF) en einnig má bera fram tillögur einstakra sérsambanda líkt og HSÍ í þessu tilfelli. „Í ljósi atburða í aðdraganda síðustu heimsmeistarakeppni (HM í Katar 2015) og gagnrýni HSÍ á huglæga ákvarðanatöku IHF við val á þátttökuþjóðum í HM í Katar, lagði HSÍ fram breytingartillögur á aðalreglum IHF í því skyni að tryggja að ákvarðanir IHF verði teknar af hlutlægum sjónarmiðum og ekki væri hægt að breyta reglum eftir að keppni væri hafin. Þessar breytingar voru samþykktar af þingfulltrúum IHF einróma," segir í frétt á heimasíðu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði í samtalið við heimasíðu HSÍ að hér sé um mikla breytingu á lögum IHF að ræða. „Með þessum breytingartillögum var verið að fylgja eftir sjónarmiðum HSÍ í þeim ágreiningi sem sambandið átti í við IHF fyrir HM í Katar og með samþykkt þeirra teljum við að komið sé í veg fyrir geðþóttaákvarðanir við val á þátttökuþjóðum í heimsmeistarakeppni," sagði Guðmundur í fréttinni á hsi.is. Það var þó ekki hundrað prósent árangur hjá íslensku sendinefndinni því hin tillaga Handknattleikssambands Íslands var felld. „HSÍ lagði jafnframt fram tillögu fyrir þingið um að ekki væri hægt að meina liði þátttöku frá HM vegna getamunar, eftir að það hafi tryggt sér þátttökurétt skv. reglum IHF. Þessi tillaga mætti andstöðu stjórnar IHF með þeim rökum að þeir vildu geta tryggt gæði leikja á HM og var þessi tillaga því felld eftir þó nokkrar umræður," segir í fréttinni á hsi.is. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53 Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur. 22. nóvember 2014 08:00 Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. 25. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Þing Alþjóðahandknattleikssambandsins var haldið í Sochi í Rússlandi nú um helgina og fulltrúar Íslands á staðnum fengu þingið til að samþykkja lagabreytingartillögu frá Íslandi. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ og Davíð B. Gíslason varaformaður HSÍ sátu þingið fyrir hönd Handknattleikssambands Íslands en þar voru tekin fyrir hefðbundin aðalfundastörf IHF eins og ávallt er gert á tveggja ára fresti. Meðal annars eru teknar fyrir tillögur frá álfusamböndum eins og Handknattleikssambands Evrópu (EHF) en einnig má bera fram tillögur einstakra sérsambanda líkt og HSÍ í þessu tilfelli. „Í ljósi atburða í aðdraganda síðustu heimsmeistarakeppni (HM í Katar 2015) og gagnrýni HSÍ á huglæga ákvarðanatöku IHF við val á þátttökuþjóðum í HM í Katar, lagði HSÍ fram breytingartillögur á aðalreglum IHF í því skyni að tryggja að ákvarðanir IHF verði teknar af hlutlægum sjónarmiðum og ekki væri hægt að breyta reglum eftir að keppni væri hafin. Þessar breytingar voru samþykktar af þingfulltrúum IHF einróma," segir í frétt á heimasíðu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði í samtalið við heimasíðu HSÍ að hér sé um mikla breytingu á lögum IHF að ræða. „Með þessum breytingartillögum var verið að fylgja eftir sjónarmiðum HSÍ í þeim ágreiningi sem sambandið átti í við IHF fyrir HM í Katar og með samþykkt þeirra teljum við að komið sé í veg fyrir geðþóttaákvarðanir við val á þátttökuþjóðum í heimsmeistarakeppni," sagði Guðmundur í fréttinni á hsi.is. Það var þó ekki hundrað prósent árangur hjá íslensku sendinefndinni því hin tillaga Handknattleikssambands Íslands var felld. „HSÍ lagði jafnframt fram tillögu fyrir þingið um að ekki væri hægt að meina liði þátttöku frá HM vegna getamunar, eftir að það hafi tryggt sér þátttökurétt skv. reglum IHF. Þessi tillaga mætti andstöðu stjórnar IHF með þeim rökum að þeir vildu geta tryggt gæði leikja á HM og var þessi tillaga því felld eftir þó nokkrar umræður," segir í fréttinni á hsi.is.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53 Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur. 22. nóvember 2014 08:00 Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. 25. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30
Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53
Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur. 22. nóvember 2014 08:00
Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30
Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07
Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. 25. nóvember 2014 07:00