Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Rör sem staflað hefur verið upp og átti að nota í olíuleiðslu milli Nebraska og Alberta. Fréttablaðið/EPA Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. Ef olíuleiðslan yrði lögð myndi hún vera um 1.900 km á lengd og hefði getu til að flytja um 800 þúsund tunnur af olíu til Nebraska.Barack Obama segir Keystone ekki örva Bandarískan hagvöxt.Umræðan um lagningu leiðslunnar hefur verið mikið bitbein í bandarískum stjórnmálum og umhverfisverndarsamtök þar í landi telja lagningu hennar geta valdið gríðarlegu umhverfistjóni. Obama sagði í ræðu sinni að ólíklegt væri að leiðslan myndi hafa mikil áhrif á bandarískan efnahag. „Á meðan stjórnmálamenn voru að rífast um það hvort olíuleiðslan myndi lækka eldsneytiskostnað og skapa störf tókum við frumkvæðið og lækkuðum eldsneytiskostnað og sköpuðum fleiri störf,“ sagði hann.Justin Trudeau hefur stutt við Keystone framkvæmdirnar.Fyrirtækið TransCanada hefur barist fyrir lagningu leiðslunnar undanfarin ár. TransCanada, sem hefur hingað til lagt hart að bandarískum yfirvöldum, dró umsókn sína um lagningu leiðslunnar óvænt til baka en grunur lék á að Obama myndi hafna umsókninni. Justin Trudeau, sem nýlega tók sæti forsætisráðherra Kanada, hefur verið stuðningsmaður olíuleiðslunnar en hann hefur ekki tjáð sig um málið eftir að hann sór embættiseið á miðvikudaginn.Stephane Dion, utanríkisráðherra Kanada, sagði á fimmtudaginn að ríkisstjórnin styddi Keystone XL en myndi ekki hætta á að spilla samskiptum sínum við Bandaríkin vegna þessa. Ákvörðun Obama þykir skipta máli í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar sem haldin verður í París í lok mánaðar. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. Ef olíuleiðslan yrði lögð myndi hún vera um 1.900 km á lengd og hefði getu til að flytja um 800 þúsund tunnur af olíu til Nebraska.Barack Obama segir Keystone ekki örva Bandarískan hagvöxt.Umræðan um lagningu leiðslunnar hefur verið mikið bitbein í bandarískum stjórnmálum og umhverfisverndarsamtök þar í landi telja lagningu hennar geta valdið gríðarlegu umhverfistjóni. Obama sagði í ræðu sinni að ólíklegt væri að leiðslan myndi hafa mikil áhrif á bandarískan efnahag. „Á meðan stjórnmálamenn voru að rífast um það hvort olíuleiðslan myndi lækka eldsneytiskostnað og skapa störf tókum við frumkvæðið og lækkuðum eldsneytiskostnað og sköpuðum fleiri störf,“ sagði hann.Justin Trudeau hefur stutt við Keystone framkvæmdirnar.Fyrirtækið TransCanada hefur barist fyrir lagningu leiðslunnar undanfarin ár. TransCanada, sem hefur hingað til lagt hart að bandarískum yfirvöldum, dró umsókn sína um lagningu leiðslunnar óvænt til baka en grunur lék á að Obama myndi hafna umsókninni. Justin Trudeau, sem nýlega tók sæti forsætisráðherra Kanada, hefur verið stuðningsmaður olíuleiðslunnar en hann hefur ekki tjáð sig um málið eftir að hann sór embættiseið á miðvikudaginn.Stephane Dion, utanríkisráðherra Kanada, sagði á fimmtudaginn að ríkisstjórnin styddi Keystone XL en myndi ekki hætta á að spilla samskiptum sínum við Bandaríkin vegna þessa. Ákvörðun Obama þykir skipta máli í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar sem haldin verður í París í lok mánaðar.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira