Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, benti þingheimi á að sértekjur gætu komið til frádráttar á ríkisframlagi. Fréttablaðið/Valli Tillögum tveggja presta á kirkjuþingi í október um að þjóðkirkjan aflaði sér meiri eigin tekna var fálega tekið af formanni fjárhagsnefndar kirkjuþingsins sem taldi að þá myndi framlag úr ríkissjóði minnka á móti. Það var í umræðum um fjármál kirkjunnar sem séra Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, og séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, vöktu máls á því að þjóðkirkjan hefði möguleika til þess að skapa sjálfri sér tekjur. „Ég er aðeins með smá hugleiðingar um hvar sú vinna stendur og hvort það sé svona aðeins verið að ræða það hvort kirkjan geti ekki farið í meiri rekstur, aflað tekna. Mér er þetta mjög hugleikið af því, og ég hef haft orð á því áður, að það eru svo ótrúlega mörg tækifæri í gangi sem gætu flokkast undir auknar tekjur fyrir okkur, sem við sköpum sjálf,“ sagði séra Vigfús. Fyrir sitt leyti sagðist séra Guðbjörg hafa eina tillögu: „Skógrækt er tekjumöguleiki,“ sagði hún.Séra Vigfús Bjarni Albertsson.Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, sagði þessi mál örugglega til skoðunar. „En á meðan við erum í þessu umhverfi sem við erum í núna, og vonandi losnum út úr, þá þurfum við hins vegar að passa okkur bara á einu: á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma allar svona sértekjur til frádráttar,“ varaði Gísli við og undirstrikaði það frekar: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni,“ ráðlagði formaður fjárhagsnefndar þingheimi. Hann benti enn fremur á að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með nærri 230 milljóna króna sértekjum í þeim lið sem merktur er þjóðkirkjunni og Biskupsstofu. Þeim lið í frumvarpinu mótmælti Agnes M. Sigurðardóttir biskup í bréfi til alþingismanna í október.Agnes M. Sigurðardóttir biskup.„Það skal áréttað að þjóðkirkjan mun ekki hafa sértekjur á árinu 2016,“ segir í bréfi biskups. Kirkjan telji að ákvæði samnings síns við ríkið sé skýrt um að sértekjur eigi ekki að lækka skuldbindingar ríkisins gagnvart kirkjunni. „Þannig að þetta er ekkert alveg svona einfalt,“ sagði séra Gísli. „Að minnsta kosti á meðan við erum í þessu rugli sem við lendum í þegar verið er að blanda þessu í fjárlögin.“ Þar vísaði séra Gísli í mál sem fjárhagsnefnd Kirkjuþings reifaði síðan í nefndaráliti. „Nefndin telur mikilvægt að afgjald ríkisins af kirkjujarðasamkomulaginu verði ekki skráð á fjárlögum sem framlag til þjóðkirkjunnar á fjárlagalið innanríkisráðuneytisins heldur fært í ríkisbókhaldi hjá fjármálaráðuneyti,“ sagði nefndin. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tillögum tveggja presta á kirkjuþingi í október um að þjóðkirkjan aflaði sér meiri eigin tekna var fálega tekið af formanni fjárhagsnefndar kirkjuþingsins sem taldi að þá myndi framlag úr ríkissjóði minnka á móti. Það var í umræðum um fjármál kirkjunnar sem séra Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, og séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, vöktu máls á því að þjóðkirkjan hefði möguleika til þess að skapa sjálfri sér tekjur. „Ég er aðeins með smá hugleiðingar um hvar sú vinna stendur og hvort það sé svona aðeins verið að ræða það hvort kirkjan geti ekki farið í meiri rekstur, aflað tekna. Mér er þetta mjög hugleikið af því, og ég hef haft orð á því áður, að það eru svo ótrúlega mörg tækifæri í gangi sem gætu flokkast undir auknar tekjur fyrir okkur, sem við sköpum sjálf,“ sagði séra Vigfús. Fyrir sitt leyti sagðist séra Guðbjörg hafa eina tillögu: „Skógrækt er tekjumöguleiki,“ sagði hún.Séra Vigfús Bjarni Albertsson.Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, sagði þessi mál örugglega til skoðunar. „En á meðan við erum í þessu umhverfi sem við erum í núna, og vonandi losnum út úr, þá þurfum við hins vegar að passa okkur bara á einu: á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma allar svona sértekjur til frádráttar,“ varaði Gísli við og undirstrikaði það frekar: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni,“ ráðlagði formaður fjárhagsnefndar þingheimi. Hann benti enn fremur á að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með nærri 230 milljóna króna sértekjum í þeim lið sem merktur er þjóðkirkjunni og Biskupsstofu. Þeim lið í frumvarpinu mótmælti Agnes M. Sigurðardóttir biskup í bréfi til alþingismanna í október.Agnes M. Sigurðardóttir biskup.„Það skal áréttað að þjóðkirkjan mun ekki hafa sértekjur á árinu 2016,“ segir í bréfi biskups. Kirkjan telji að ákvæði samnings síns við ríkið sé skýrt um að sértekjur eigi ekki að lækka skuldbindingar ríkisins gagnvart kirkjunni. „Þannig að þetta er ekkert alveg svona einfalt,“ sagði séra Gísli. „Að minnsta kosti á meðan við erum í þessu rugli sem við lendum í þegar verið er að blanda þessu í fjárlögin.“ Þar vísaði séra Gísli í mál sem fjárhagsnefnd Kirkjuþings reifaði síðan í nefndaráliti. „Nefndin telur mikilvægt að afgjald ríkisins af kirkjujarðasamkomulaginu verði ekki skráð á fjárlögum sem framlag til þjóðkirkjunnar á fjárlagalið innanríkisráðuneytisins heldur fært í ríkisbókhaldi hjá fjármálaráðuneyti,“ sagði nefndin.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira