Erlent

Rannsókn á flugrita sögð styðja kenningar um sprengjuárás

Bjarki Ármannsson skrifar
224 manns voru um borð í vélinni og enginn lifði af.
224 manns voru um borð í vélinni og enginn lifði af. Vísir/EPA
Fjölmiðlar í Frakklandi herma að rannsókn á flugrita farþegaflugvélarinnar KGL9268, sem fórst yfir Sínaískaga fyrir viku, hafi útilokað að bilun í tæknibúnaði eða gáleysi áhafnar hafi orðið til þess að vélin fórst. Sprenging hafi heyrst á upptöku flugritans en ekkert hafi verið að flugmótornum fyrir það.

Þetta hefur LePoint eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þess teymis sem rannsakað hefur flugritann. The Independent fjallar einnig um málið. Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa nú í nokkra daga haldið því fram að vélin hafi „líklega“ farist vegna sprengjuárásar. Rússar og Egyptar segja þær yfirlýsingar þó ótímabærar.

224 manns voru um borð í vélinni, sem var á leið frá Sharm el-Sheikh til Pétursborgar. Allir létu lífið. Rússar hafa ákveðið að stöðva allar flugferðir til Egyptalands og Bretar hafa stöðvað allar ferðir til borgarinnar Sharm el-Sheikh.


Tengdar fréttir

Bretar hætta flugi yfir Sínaí

Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×