Innlent

Vonast til að geta unnið við að þétta Perlu í dag

Sanddæluskipið Perla á leið undir yfirborð sjávar á mánudag. Talið er að gleymst hafi að loka fyrir botnloka.
Sanddæluskipið Perla á leið undir yfirborð sjávar á mánudag. Talið er að gleymst hafi að loka fyrir botnloka. vísir/vilhelm
Veðurhorfur eru þannig að útlit er fyrir að kafarar geti í dag athafnað sig við sanddæluskipið Perlu, sem liggur á botni Reykjavíkurhafnar, en þeir gátu ekkert aðhafst í gær vegna veðurs.

Þeir ætla að þétta skipið betur áður en reynt verður að ná því á flot. Ef það tekst, verður það strax dregið upp í slipp og þá skýrist væntanlega af hverju skipið sökk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×