Voru á vergangi í Grikklandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Wael Aliyadah og Feryal Aldahash ásamt dætrum sínum Jönu og Joulu. Þau fá ekki landvistarleyfi hér. Fréttablaðið/Ernir Wael Aliyadah og Feryal Aldahash leggja hart að sér í íslenskunámi. „Fáðu þér að borða,“ segir Feryal á íslensku og leggur disk með niðurskornum ávöxtum á stofuborðið. „Ég þarf að gera erfitt heimaverkefni í kvöld,“ bætir hún við og flettir í verkefnabók í íslensku. Hún veltir fyrir sér endingu íslenskra orða eftir því hvort kynið er ávarpað. „Ertu gift?“ Les hún upp úr bókinni. „Ertu giftur?“ „Þetta er allt að koma,“ segir hún og kímir. „Epli,“ segir Jana dóttir hennar stolt og bendir á diskinn. Fjölskyldan dvaldi meira en eitt ár í Grikklandi fyrir komuna hingað. „Við vorum búin að missa traust á yfirvöldum við komuna,“ segir Wael en í Grikklandi var honum og Feryal hótað fangelsi. „Þess vegna sótti ég um hæli. Ég ætlaði ekki að gera það en ég þorði ekki annað. Lögreglan sagði mér að ég myndi fara í fangelsi og eiginkona mín líka. Dætur mínar, þær hefðu verið sendar eitthvað annað. Það voru tekin af mér fingraför og ég fékk eitthvert plagg sem ég skildi ekki almennilega.“ Þau voru á vergangi í Grikklandi stóran hluta dvalarinnar þar. „Við gistum oft í görðum og skiptumst á að vaka yfir stelpunum. Við vorum dauðhrædd um að þeim yrði rænt,“ segir Wael. „Við gistum einu sinni í garði fyrir aftan kirkju og báðum oft um mat. Ég fékk stundum mat en ekki nóg til að fæða alla fjölskylduna.“ Þegar Jana og Joula veiktust af vosbúðinni segjast þau hafa áttað sig á að fjölskyldan gæti ekki þrifist þar. „Við vissum að stelpurnar þyrftu sýklalyf og læknisaðstoð og leituðum á sjúkrahús. Við áttum enga peninga og var því vísað frá. Þá tók við erfið atburðarás en að lokum eftir ótal fyrirspurnir fengum við aðstoð frá góðviljuðu fólki sem greiddi læknisaðstoð og húsaskjól.“ Fjölskyldan fékk þak yfir höfuðið en var enn ein á báti. Enginn möguleiki var á skólavist fyrir stelpurnar, fæði eða klæðum. Wael leitaði á náðir ættingja sinna sem enn voru í Sýrlandi. „Ég vildi bjarga dætrum mínum. Bróðir minn lánaði mér fyrir ferðinni til Íslands og hingað komum við fyrir fjórum mánuðum. Við lentum um miðja nótt um helgi. Við fórum strax á veitingastaðinn Ali Baba og báðum eigendur þar um aðstoð. Þeir voru þeir einu sem við vissum að væru hér. Það var bjart úti þótt það væri nótt og Íslendingar að skemmta sér. Þeir hjálpuðu okkur þessa nótt.“ Þau sóttu um hæli en umsókninni var hafnað. Hún var ekki tekin fyrir vegna þess að fjölskyldan var komin með hæli í Grikklandi. „Hvað hefðir þú gert í sömu aðstæðum? Ég spurði að þessu á Útlendingastofnun en það var lítið um svör. Ég var nauðbeygður, ef ég hefði ekki sótt um hæli þá hætti ég á að missa dætur mínar frá mér.“ Flóttamenn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Wael Aliyadah og Feryal Aldahash leggja hart að sér í íslenskunámi. „Fáðu þér að borða,“ segir Feryal á íslensku og leggur disk með niðurskornum ávöxtum á stofuborðið. „Ég þarf að gera erfitt heimaverkefni í kvöld,“ bætir hún við og flettir í verkefnabók í íslensku. Hún veltir fyrir sér endingu íslenskra orða eftir því hvort kynið er ávarpað. „Ertu gift?“ Les hún upp úr bókinni. „Ertu giftur?“ „Þetta er allt að koma,“ segir hún og kímir. „Epli,“ segir Jana dóttir hennar stolt og bendir á diskinn. Fjölskyldan dvaldi meira en eitt ár í Grikklandi fyrir komuna hingað. „Við vorum búin að missa traust á yfirvöldum við komuna,“ segir Wael en í Grikklandi var honum og Feryal hótað fangelsi. „Þess vegna sótti ég um hæli. Ég ætlaði ekki að gera það en ég þorði ekki annað. Lögreglan sagði mér að ég myndi fara í fangelsi og eiginkona mín líka. Dætur mínar, þær hefðu verið sendar eitthvað annað. Það voru tekin af mér fingraför og ég fékk eitthvert plagg sem ég skildi ekki almennilega.“ Þau voru á vergangi í Grikklandi stóran hluta dvalarinnar þar. „Við gistum oft í görðum og skiptumst á að vaka yfir stelpunum. Við vorum dauðhrædd um að þeim yrði rænt,“ segir Wael. „Við gistum einu sinni í garði fyrir aftan kirkju og báðum oft um mat. Ég fékk stundum mat en ekki nóg til að fæða alla fjölskylduna.“ Þegar Jana og Joula veiktust af vosbúðinni segjast þau hafa áttað sig á að fjölskyldan gæti ekki þrifist þar. „Við vissum að stelpurnar þyrftu sýklalyf og læknisaðstoð og leituðum á sjúkrahús. Við áttum enga peninga og var því vísað frá. Þá tók við erfið atburðarás en að lokum eftir ótal fyrirspurnir fengum við aðstoð frá góðviljuðu fólki sem greiddi læknisaðstoð og húsaskjól.“ Fjölskyldan fékk þak yfir höfuðið en var enn ein á báti. Enginn möguleiki var á skólavist fyrir stelpurnar, fæði eða klæðum. Wael leitaði á náðir ættingja sinna sem enn voru í Sýrlandi. „Ég vildi bjarga dætrum mínum. Bróðir minn lánaði mér fyrir ferðinni til Íslands og hingað komum við fyrir fjórum mánuðum. Við lentum um miðja nótt um helgi. Við fórum strax á veitingastaðinn Ali Baba og báðum eigendur þar um aðstoð. Þeir voru þeir einu sem við vissum að væru hér. Það var bjart úti þótt það væri nótt og Íslendingar að skemmta sér. Þeir hjálpuðu okkur þessa nótt.“ Þau sóttu um hæli en umsókninni var hafnað. Hún var ekki tekin fyrir vegna þess að fjölskyldan var komin með hæli í Grikklandi. „Hvað hefðir þú gert í sömu aðstæðum? Ég spurði að þessu á Útlendingastofnun en það var lítið um svör. Ég var nauðbeygður, ef ég hefði ekki sótt um hæli þá hætti ég á að missa dætur mínar frá mér.“
Flóttamenn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira