Seðlabankastjóri boðar afnám hafta á almenning á næsta ári ingvar haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hugsanlegt að lífeyrissjóðum verði hleypt sérstaklega úr höftum. vísir/stefán karlsson Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“ Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“
Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira