Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna býst við að á næstu fjórum mánuðum muni sex hundruð þúsund flóttamenn fara yfir Eyjahafið á milli Tyrklands og Grikklands. Stofnunin segir að komandi vetur muni koma illa niður á flóttafólki og fer fram á frekari fjármuni til að bregðast við versnandi aðstæðum.
Þá telur Evrópusambandið að allt að þrjár milljónir gætu verið búin að leggja leið sína til Evrópu við lok næsta árs.
Flóttamannastofnunin segir að komandi vetur muni auka þjáningar flóttafólks sem haldi nú til í þúsundatali í Grikklandi og ferðist þaðan yfir Balkanskaga til Evrópu. Stofnunin vill fá aukið fjármagn til að byggja upp og betrumbæta aðstöður fyrir fólkið á leiðinni. Með því að byggja skýli og móttökumiðstöðvar.
Þar að auki stendur til að kaupa klæðnað, teppi og aðrar nauðsynjar.
Forsvarsmenn Evrópusambandsins spá því að í lok næsta árs muni allt að þrjár milljónir flóttamanna og farandfólks hafa lagt leið sína til Evrópu. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega sjö hundruð þúsund manns komið til Evrópu.
Samkvæmt AP fréttaveitunni segir framkvæmdastjórn ESB að fólksflóttinn muni leiða til aukinna útgjalda hjá sambandsríkjum. Hins vegar gæti ástandið haft jákvæð en smá áhrif á efnahag Evrópuríkja til nokkurra ára.
Búast við 600 þúsund flóttamönnum á næstu mánuðum
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent





Diljá Mist boðar til fundar
Innlent


Engin röð á Læknavaktinni
Innlent

