Gott kvöld fyrir tvö Íslendingalið og ensku liðin í Evrópudeildinni | Fjögur lið komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2015 22:15 Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Molde voru eitt af fjórum liðum sem komust áfram í 32 liða úrslitin í kvöld. Vísir/Getty Þetta var gott kvöld fyrir ensku liðin sem og fyrir tvö Íslendingalið í Evrópudeildinni í fótbolta. Tottenham og Liverpool unnu bæði sína leiki og það gerðu líka lið landsliðsmannanna Birkis Bjarnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Fjögur félög tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar en það gerðu norska liðið Molde, þýska liðið Borussia Dortmund, ítalska liðið Napoli og austurríska liðið Rapid Vín. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska liðinu Basel unnu 2-0 útisigur á Belenenses í Portúgal og eru með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins. Birkir lék allan leikinn með Basel. Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn þegar Krasnodar vann 2-1 heimasigur á gríska liðinu PSOK. Krasnodar er í 2. sæti riðilsins en hefur nú fjögurra stiga forskot á gríska liðið sem er í þriðja sætinu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Noregsmeistara Rosenborg sem töpuðu 2-0 á heimavelli á móti Lazio. Rosenborg er bara með eitt stig á botni riðilsins. Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 útisigur á Rubin Kazan í Rússlandi en þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í keppninni. Liverpool er nú í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum eftir toppliði Sion en þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem er í 3. sætinu. Belginn Moussa Dembélé kom inná sem varmaður og skoraði sigurmark Tottenham í 2-1 sigri þeirra á löndum hans í Anderlecht. Harry Kane hafði komið Tottenham í 1-0. Tottenham er með eins stigs forskot á toppi síns riðils eftir þennan sigur. Ole Gunnar Solskjær byrjar vel með Molde í Evrópudeildinni en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að hann tók við þar á meðal 2-1 sigur á Celtic á Celtic Park í kvöld. Hinn fertugi Daniel Berg Hestad skoraði sigurmarkið og varð um leið elsti leikmaðurinn sem hefur skorað í Evrópudeildinni.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:Leikir sem hófust klukkan 18.00A-riðillCeltic - Molde 1-2 0-1 Mohamed Elyounoussi (21.), 1-1 Kris Commons (26.), 1-2 Daniel Berg Hestad (37.)Ajax - Fenerbahce 0-0B-riðillRubin Kazan - Liverpool 0-1 0-1 Jordon Ibe (52.)Sion - Bordeaux 1-1 1-0 Thomas Touré (67.), 1-1 Veroljub Salatic (90.).C-riðillBorussia Dortmund - Qabala 4-0 1-0 Marco Reus (28.), 2-0 Pierre-Emerick Aubameyang (45.), 3-0 Sjálfsmark (67.), 4-0 Henrikh Mkhitaryan (70.)Krasnodar - PAOK 2-1 1-0 Ari (33.), 2-0 Joaozinho (67.), 2-1 Róbert Mak (90.). Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Krasnodar.D-riðillClub Brugge - Legia Varsjá 1-0 1-0 Thomas Meunier (38.)Napoli - Midtjylland 5-0 1-0 Omar El Kaddouri (13.), 2-0 Manolo Gabbiadini (23.), 3-0 Manolo Gabbiadini (38.), 4-0 Christian Maggio (54.), 5-0 José Mária Callejón (77.).E-riðillDinamo Minsk - Villarreal 1-2 1-0 Maksim Vitus (69.), 1-1 Roberto Soldado (72.), 1-2 Sjálfsmark (86.)Viktoria Plzen - Rapid Vín 1-2 0-1 Philipp Schobesberger (13.), 1-1 Jan Holenda (71.), 1-2 Philipp Schobesberger (77.)F-riðillGroningen - Slovan Liberec 0-1 0-1 Sergio Padt (81.)Marseille - Braga 1-0 1-0 Georges-Kévin N'Koudou (39.)H-riðillBesiktas - Lokomotiv Moskva 1-1 1-0 Ricardo Quaresma (58.), 1-1 Baye Oumar Niasse (76.)J-riðillQarabag - Mónakó 1-1 1-0 Samuel Armenteros (39.), 1-1 Ivan Cavaleiro (73.)Leikir sem hófust klukkan 20.05G-riðillRosenborg - Lazio 0-2 0-1 Filip Djordjevic (9.), 0-2 Filip Djordjevic (29.)Saint-Étienne - Dnipro Dnipropetrovsk 3-0 1-0 Kévin Monnet-Paquet (38.), 2-0 Robert Beric (52.), 3-0 Romain Hamouma (65.)H-riðillSkenderbeu Korce - Sporting Lisabon 3-0 1-0 Sabjen Lilaj (14.), 2-0 Sabjen Lilaj (19.), 3-0 Bakary Nimaga (56.).I-riðillBelenenses - Basel 0-2 0-1 Marc Janko (45.), 0-2 Breel Embolo (64.). Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel. Lech Poznan - Fiorentina 0-2 0-1 Josip Ilicic (42.), 0-2 Josip Ilicic (83.),J-riðillTottenham - Anderlecht 2-1 1-0 Harry Kane (29.), 1-1 Imoh Ezekiel (72.), 2-1 Moussa Dembélé (87.)K-riðillAsteras Tripoli - APOEL Nikosia 2-0 1-0 Facundo Bertoglio (2.), 2-0 Apostolos Giannou (45.)Sparta Prag - Schalke 04 1-1 1-0 David Lafata (6.), 1-1 Johannes Geis (20.).L-riðillAthletic Bilbao - Partizan Belgrad 5-1 1-0 Inaki Williams (15.) , 1-1 Aboubakar Oumarou (17.), 2-1 Inaki Williams (19.), 3-1 Benat (40.), 4-1 Aritz Aduriz (71.), 5-1 Gorka Elustondo (81.).Augsburg - AZ Alkmaar 4-1 1-0 Raúl Bobadilla (24.), 2-0 Raúl Bobadilla (33.), 2-1 Vincent Janssen (45.), 3-1 Dong-Won Ji (66.), 4-1 Raúl Bobadilla (74.). Evrópudeild UEFA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Þetta var gott kvöld fyrir ensku liðin sem og fyrir tvö Íslendingalið í Evrópudeildinni í fótbolta. Tottenham og Liverpool unnu bæði sína leiki og það gerðu líka lið landsliðsmannanna Birkis Bjarnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Fjögur félög tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar en það gerðu norska liðið Molde, þýska liðið Borussia Dortmund, ítalska liðið Napoli og austurríska liðið Rapid Vín. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska liðinu Basel unnu 2-0 útisigur á Belenenses í Portúgal og eru með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins. Birkir lék allan leikinn með Basel. Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn þegar Krasnodar vann 2-1 heimasigur á gríska liðinu PSOK. Krasnodar er í 2. sæti riðilsins en hefur nú fjögurra stiga forskot á gríska liðið sem er í þriðja sætinu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Noregsmeistara Rosenborg sem töpuðu 2-0 á heimavelli á móti Lazio. Rosenborg er bara með eitt stig á botni riðilsins. Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 útisigur á Rubin Kazan í Rússlandi en þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í keppninni. Liverpool er nú í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum eftir toppliði Sion en þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem er í 3. sætinu. Belginn Moussa Dembélé kom inná sem varmaður og skoraði sigurmark Tottenham í 2-1 sigri þeirra á löndum hans í Anderlecht. Harry Kane hafði komið Tottenham í 1-0. Tottenham er með eins stigs forskot á toppi síns riðils eftir þennan sigur. Ole Gunnar Solskjær byrjar vel með Molde í Evrópudeildinni en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að hann tók við þar á meðal 2-1 sigur á Celtic á Celtic Park í kvöld. Hinn fertugi Daniel Berg Hestad skoraði sigurmarkið og varð um leið elsti leikmaðurinn sem hefur skorað í Evrópudeildinni.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:Leikir sem hófust klukkan 18.00A-riðillCeltic - Molde 1-2 0-1 Mohamed Elyounoussi (21.), 1-1 Kris Commons (26.), 1-2 Daniel Berg Hestad (37.)Ajax - Fenerbahce 0-0B-riðillRubin Kazan - Liverpool 0-1 0-1 Jordon Ibe (52.)Sion - Bordeaux 1-1 1-0 Thomas Touré (67.), 1-1 Veroljub Salatic (90.).C-riðillBorussia Dortmund - Qabala 4-0 1-0 Marco Reus (28.), 2-0 Pierre-Emerick Aubameyang (45.), 3-0 Sjálfsmark (67.), 4-0 Henrikh Mkhitaryan (70.)Krasnodar - PAOK 2-1 1-0 Ari (33.), 2-0 Joaozinho (67.), 2-1 Róbert Mak (90.). Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Krasnodar.D-riðillClub Brugge - Legia Varsjá 1-0 1-0 Thomas Meunier (38.)Napoli - Midtjylland 5-0 1-0 Omar El Kaddouri (13.), 2-0 Manolo Gabbiadini (23.), 3-0 Manolo Gabbiadini (38.), 4-0 Christian Maggio (54.), 5-0 José Mária Callejón (77.).E-riðillDinamo Minsk - Villarreal 1-2 1-0 Maksim Vitus (69.), 1-1 Roberto Soldado (72.), 1-2 Sjálfsmark (86.)Viktoria Plzen - Rapid Vín 1-2 0-1 Philipp Schobesberger (13.), 1-1 Jan Holenda (71.), 1-2 Philipp Schobesberger (77.)F-riðillGroningen - Slovan Liberec 0-1 0-1 Sergio Padt (81.)Marseille - Braga 1-0 1-0 Georges-Kévin N'Koudou (39.)H-riðillBesiktas - Lokomotiv Moskva 1-1 1-0 Ricardo Quaresma (58.), 1-1 Baye Oumar Niasse (76.)J-riðillQarabag - Mónakó 1-1 1-0 Samuel Armenteros (39.), 1-1 Ivan Cavaleiro (73.)Leikir sem hófust klukkan 20.05G-riðillRosenborg - Lazio 0-2 0-1 Filip Djordjevic (9.), 0-2 Filip Djordjevic (29.)Saint-Étienne - Dnipro Dnipropetrovsk 3-0 1-0 Kévin Monnet-Paquet (38.), 2-0 Robert Beric (52.), 3-0 Romain Hamouma (65.)H-riðillSkenderbeu Korce - Sporting Lisabon 3-0 1-0 Sabjen Lilaj (14.), 2-0 Sabjen Lilaj (19.), 3-0 Bakary Nimaga (56.).I-riðillBelenenses - Basel 0-2 0-1 Marc Janko (45.), 0-2 Breel Embolo (64.). Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel. Lech Poznan - Fiorentina 0-2 0-1 Josip Ilicic (42.), 0-2 Josip Ilicic (83.),J-riðillTottenham - Anderlecht 2-1 1-0 Harry Kane (29.), 1-1 Imoh Ezekiel (72.), 2-1 Moussa Dembélé (87.)K-riðillAsteras Tripoli - APOEL Nikosia 2-0 1-0 Facundo Bertoglio (2.), 2-0 Apostolos Giannou (45.)Sparta Prag - Schalke 04 1-1 1-0 David Lafata (6.), 1-1 Johannes Geis (20.).L-riðillAthletic Bilbao - Partizan Belgrad 5-1 1-0 Inaki Williams (15.) , 1-1 Aboubakar Oumarou (17.), 2-1 Inaki Williams (19.), 3-1 Benat (40.), 4-1 Aritz Aduriz (71.), 5-1 Gorka Elustondo (81.).Augsburg - AZ Alkmaar 4-1 1-0 Raúl Bobadilla (24.), 2-0 Raúl Bobadilla (33.), 2-1 Vincent Janssen (45.), 3-1 Dong-Won Ji (66.), 4-1 Raúl Bobadilla (74.).
Evrópudeild UEFA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira