Handbolti

Aron: Væri til í að fá Patta til Veszprém

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrekur í leik með austurríska landsliðinu.
Patrekur í leik með austurríska landsliðinu. vísir/getty
Aron Pálmarsson upplifði það í fyrsta skipti áferlinum hjá Vesprém að vera í liði sem rekur þjálfarann sinn.

„Það var frekar steikt að korteri eftir að ég kom þá var búið að reka þjálfarann. Hjá Kiel hefði Alfreð [Gíslason] aldrei verið rekinn þó svo hann hefði tapað öllumleikjunum. Það var sérstakt að upplifa þetta. Það var allt í lagi og gaman að upplifa fyrst ég græddi á því,“ segir Aron stríðinn.

Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, er á meðal þeirra þjálfara sem hafa verið orðaðir við stöðuna.

„Þeir hafa spurt mig út í Patta og ég hef verið í ágætis sambandi við hann út af þessu. Ég væri klárlega til í að fá Patta. Hann hefur gert frábæra hluti með austurríska landsliðið. Við þurfum líka alvöru gaur,“ segir Aron en Patrekur hefur ekkert viljað ræða þennan möguleika við fjölmiðla.

Fjölmargir aðrir þjálfarar hafa einnig verið orðaðir við starfið enda eitt það eftirsóttasta í bransanum.

„Maður er búinn að heyra mörg nöfn og nýjasta að þeir ætli að bíða fram yfir EM með að ráða þjálfara. Þetta verður bara að koma allt í ljós.“


Tengdar fréttir

Þetta er lúxuslíf

Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×