Innlent

Bylting í flugflota Flugskóla Íslands

Heimir Már Pétursson skrifar
Flugskóli Íslands fagnaði í dag fimm nýjum kennsluflugvélum sem búnar eru nútíma stjórntækjum. Mikil eftirspurn er eftir flugmönnum og atvinnuhorfur því góðar.

Nýju flugvélarnar skipta miklu máli í rekstri Flugskóla Íslands. Fyrir það fyrsta eru þær mun sparneytnari og ganga fyrir venjulegu bílabensíni, 95 oktana bensíni, í stað flugvélaeldsneytis.

Flugvélarnar heita Tecnam og eru ítalskar og leysa af hólmi Cessna flugvélar sem hafa verið ríkjandi í kennsluflugi í heiminum undanfarna áratugi. Baldvin Birgisson skólastjóri Flugskóla Íslands segir nýju flugvélarnar eyða helmingi minna eldsneyti en þær eldri.  Flugskólinn finnur fyrir aukinni aðsókn í skólann enda hafa íslensku fugfélögin vaxið hratt og eftirspurn eftir flugmönnum er mikil á alþjóðavettvangi.

Myndatökumaður okkar skellti sér í útsýniflug með einni flugvélanna sem einnig eru mun hljóðlátari en eldri vélar. Hver flugvél kostar um 24 milljónir króna og því er þetta fjárfesting upp á um 120 milljónir króna. Baldvin segir að nú séu góðir tímar í fluginu en um 80 nemendur stunda nú nám við Flugskóla íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×