Aðgengi að áfengi og vínmenning Róbert H. Haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Þeir sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum, og sem víðast, tala stundum eins og það sé brýnt samfélagslegt verkefni að tryggja að allir hafi sem allra greiðastan aðgang að áfengi á flestum tímum sólarhrings. Bent er á að ÁTVR hafi fjölgað útsölustöðum sínum hratt á undanförnum árum, og lengt útsölutímann, og að næsta rökrétta skrefið sé að gefa sölu áfengis alveg frjálsa þannig að aðgengi stórbatni fyrir tilstilli hinna skilvirku markaðsafla. Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa fjallað um mikilvægi þess fyrir borgarbraginn að enginn íbúi þurfi að ganga í meira en fáeinar mínútur í næstu vínbúð. Svona tal á rétt á sér um grunngæði á borð við ómengað vatn, hreint loft, heilsugæslu, menntun og tækifæri til útivistar. Samfélagið, eða stjórnvöld í umboði samfélagsins, á að tryggja fólki sem greiðastan aðgang að slíkum gæðum. En áfengi er ekki grunngæði af því tagi sem enginn á að þurfa að fara á mis við. Áfengi er ávanabindandi og skaðleg munaðarvara sem stjórnvöld hafa ríka ástæðu til að takmarka aðgang að svo lengi sem þau virða frelsi fullveðja einstaklinga til að móta sinn eigin lífsstíl. Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið.Vínmenning og áfengi sem grunngæði Hvernig gat það gerst að jafnvel skynsamt fólk er farið að tala um áfengi eins og einhver grunngæði er tryggja beri öllum greiðan aðgang að á öllum tímum? Fyrir því eru vafalítið margar ástæður en tvær blasa við. Önnur er sú að verslun er að verða stærri og veigameiri þáttur af lífi okkar og hún yfirgnæfir nú fleiri og fleiri svið mannlífsins. Fulltrúar verslunarinnar vilja vitaskuld að neytandinn hafi aðgang að öllum vörum, allan sólarhringinn, og í þeim efnum eru þeir ekki gefnir fyrir fínar aðgreiningar. Það eru miklir verslunarhagsmunir fólgnir í því að telja fólki trú um að áfengi sé ósköp venjuleg neysluvara. Hin ástæðan, sem mér sýnist ekki síður veigamikil, tengist orðinu „vínmenning“. Með því að tala um vínmenningu í staðinn fyrir t.d. drykkjuskap, og með því að gefa sér að vínmenning batni með bættu aðgengi, er auðvelt að læða að fólki þeirri firru að samfélaginu beri að tryggja öllum sem bestan aðgang að áfengi. Er ekki allt sem stuðlar að menningu gott? Í greinargerðinni með áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi, er hamrað á orðinu „vínmenning“ og þar er m.a. heill kafli undir heitinu „bætt vínmenning“. En hvað skyldi nú vínmenning vera? Samkvæmt greinargerðinni virðist hún annars vegar vera fólgin í því að drekka vín með mat við sem flest tækifæri. Því oftar sem fólk drekki vín með mat því meiri sé menningin. Hins vegar virðast flutningsmenn frumvarpsins líta á vínmenningu sem andstæðu tarnakenndrar drykkju. Vínmenning hefur að þeirra dómi batnað eftir að sala bjórs var leyfð á Íslandi árið 1989 því tarnadrykkja hafi minnkað. Tarnakennd drykkja muni síðan halda áfram að minnka eftir því sem aðgengi að áfengi batni. Engin rök eru færð fyrir þessum fullyrðingum. Sá sem heldur að tarnadrykkja standi í öfugu hlutfalli við aðgengi ætti að gera sér ferð í miðbæinn á föstudags- eða laugardagskvöldi. Sá sem heldur að tarnadrykkja muni hverfa með óheftu aðgengi að áfengi ætti að kynna sér drykkjusiði Breta, Frakka, eða Dana. Frakkar hafa nú um stundir miklar áhyggjur af „le binge drinking“, sem þeir nefna einnig „beuverie express“(hraðdrykkju), og þeir hafa reynt ýmis ráð til að sporna við henni, einkum hjá ungu fólki. Orðalagið „bætt vínmenning“ er ekki annað en klisja sem notuð er til að kasta ryki í augun á fólki, og beina athygli þess frá kjarna málsins: Að stóraukið aðgengi að áfengi eykur til muna bölið sem af því hlýst og að réttnefnd menning er eitthvað sem bætir mannlífið en gerir það ekki verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þeir sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum, og sem víðast, tala stundum eins og það sé brýnt samfélagslegt verkefni að tryggja að allir hafi sem allra greiðastan aðgang að áfengi á flestum tímum sólarhrings. Bent er á að ÁTVR hafi fjölgað útsölustöðum sínum hratt á undanförnum árum, og lengt útsölutímann, og að næsta rökrétta skrefið sé að gefa sölu áfengis alveg frjálsa þannig að aðgengi stórbatni fyrir tilstilli hinna skilvirku markaðsafla. Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa fjallað um mikilvægi þess fyrir borgarbraginn að enginn íbúi þurfi að ganga í meira en fáeinar mínútur í næstu vínbúð. Svona tal á rétt á sér um grunngæði á borð við ómengað vatn, hreint loft, heilsugæslu, menntun og tækifæri til útivistar. Samfélagið, eða stjórnvöld í umboði samfélagsins, á að tryggja fólki sem greiðastan aðgang að slíkum gæðum. En áfengi er ekki grunngæði af því tagi sem enginn á að þurfa að fara á mis við. Áfengi er ávanabindandi og skaðleg munaðarvara sem stjórnvöld hafa ríka ástæðu til að takmarka aðgang að svo lengi sem þau virða frelsi fullveðja einstaklinga til að móta sinn eigin lífsstíl. Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið.Vínmenning og áfengi sem grunngæði Hvernig gat það gerst að jafnvel skynsamt fólk er farið að tala um áfengi eins og einhver grunngæði er tryggja beri öllum greiðan aðgang að á öllum tímum? Fyrir því eru vafalítið margar ástæður en tvær blasa við. Önnur er sú að verslun er að verða stærri og veigameiri þáttur af lífi okkar og hún yfirgnæfir nú fleiri og fleiri svið mannlífsins. Fulltrúar verslunarinnar vilja vitaskuld að neytandinn hafi aðgang að öllum vörum, allan sólarhringinn, og í þeim efnum eru þeir ekki gefnir fyrir fínar aðgreiningar. Það eru miklir verslunarhagsmunir fólgnir í því að telja fólki trú um að áfengi sé ósköp venjuleg neysluvara. Hin ástæðan, sem mér sýnist ekki síður veigamikil, tengist orðinu „vínmenning“. Með því að tala um vínmenningu í staðinn fyrir t.d. drykkjuskap, og með því að gefa sér að vínmenning batni með bættu aðgengi, er auðvelt að læða að fólki þeirri firru að samfélaginu beri að tryggja öllum sem bestan aðgang að áfengi. Er ekki allt sem stuðlar að menningu gott? Í greinargerðinni með áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi, er hamrað á orðinu „vínmenning“ og þar er m.a. heill kafli undir heitinu „bætt vínmenning“. En hvað skyldi nú vínmenning vera? Samkvæmt greinargerðinni virðist hún annars vegar vera fólgin í því að drekka vín með mat við sem flest tækifæri. Því oftar sem fólk drekki vín með mat því meiri sé menningin. Hins vegar virðast flutningsmenn frumvarpsins líta á vínmenningu sem andstæðu tarnakenndrar drykkju. Vínmenning hefur að þeirra dómi batnað eftir að sala bjórs var leyfð á Íslandi árið 1989 því tarnadrykkja hafi minnkað. Tarnakennd drykkja muni síðan halda áfram að minnka eftir því sem aðgengi að áfengi batni. Engin rök eru færð fyrir þessum fullyrðingum. Sá sem heldur að tarnadrykkja standi í öfugu hlutfalli við aðgengi ætti að gera sér ferð í miðbæinn á föstudags- eða laugardagskvöldi. Sá sem heldur að tarnadrykkja muni hverfa með óheftu aðgengi að áfengi ætti að kynna sér drykkjusiði Breta, Frakka, eða Dana. Frakkar hafa nú um stundir miklar áhyggjur af „le binge drinking“, sem þeir nefna einnig „beuverie express“(hraðdrykkju), og þeir hafa reynt ýmis ráð til að sporna við henni, einkum hjá ungu fólki. Orðalagið „bætt vínmenning“ er ekki annað en klisja sem notuð er til að kasta ryki í augun á fólki, og beina athygli þess frá kjarna málsins: Að stóraukið aðgengi að áfengi eykur til muna bölið sem af því hlýst og að réttnefnd menning er eitthvað sem bætir mannlífið en gerir það ekki verra.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun