Perla gæti farið á flot um miðnætti Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 14:09 Til stendur að ná Perlu upp og hófust aðgerðir í gærmorgun. Vísir/E.Ól Búist er við því að sanddæluskipið Perla, sem sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag, verði komin á flot áður en langt um líður. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, er staðan á aðgerðunum í takt við björgunaráætlunina sem Björgun, fyrirtækið sem gerir út Perlu, gaf út. Nú er unnið hörðum höndum að því að undirbúa skipið fyrir aðgerðirnar en þegar fréttastofa náði tali af Gísla var verið að festa fyrsta stokkinn við lúgu á framskipinu. Þegar sambærilegur stokkur verður festur við lúgu á afturskipinu er að sögn Gísla ekki við öðru búist en að allt verði klárt til að hefja dælingu upp úr skipinu.Sjá einnig: Reyna að ná Perlu á flot Vonir standa til að hún muni hefjast klukkan fimm og gerir Gísli ráð fyrir því að dælingin muni taka allt að sex klukkustundir. „Þetta eru nú ýmsar kúnstir sem þarf að viðhafa svo að ef skipið lyftist þá lyftist það ekki of hratt. Það þýðir að ef allt gengur að óskum verði skipið komið á flot um miðnætti,“ segir Gísli.„Engin olía lekið úr skipinu“Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ sagði Gísli í samtali við Vísi í gær.Ástæður þess að Perla sökk á mánudag eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum. Tengdar fréttir Reyna að ná Perlu á flot Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, hófust í morgun. 3. nóvember 2015 11:47 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Björgunarbáturinn losnaði ekki af Perlu Ástæða þess er hluti af rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa. 3. nóvember 2015 15:31 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Búist er við því að sanddæluskipið Perla, sem sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag, verði komin á flot áður en langt um líður. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, er staðan á aðgerðunum í takt við björgunaráætlunina sem Björgun, fyrirtækið sem gerir út Perlu, gaf út. Nú er unnið hörðum höndum að því að undirbúa skipið fyrir aðgerðirnar en þegar fréttastofa náði tali af Gísla var verið að festa fyrsta stokkinn við lúgu á framskipinu. Þegar sambærilegur stokkur verður festur við lúgu á afturskipinu er að sögn Gísla ekki við öðru búist en að allt verði klárt til að hefja dælingu upp úr skipinu.Sjá einnig: Reyna að ná Perlu á flot Vonir standa til að hún muni hefjast klukkan fimm og gerir Gísli ráð fyrir því að dælingin muni taka allt að sex klukkustundir. „Þetta eru nú ýmsar kúnstir sem þarf að viðhafa svo að ef skipið lyftist þá lyftist það ekki of hratt. Það þýðir að ef allt gengur að óskum verði skipið komið á flot um miðnætti,“ segir Gísli.„Engin olía lekið úr skipinu“Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ sagði Gísli í samtali við Vísi í gær.Ástæður þess að Perla sökk á mánudag eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum.
Tengdar fréttir Reyna að ná Perlu á flot Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, hófust í morgun. 3. nóvember 2015 11:47 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Björgunarbáturinn losnaði ekki af Perlu Ástæða þess er hluti af rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa. 3. nóvember 2015 15:31 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Reyna að ná Perlu á flot Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, hófust í morgun. 3. nóvember 2015 11:47
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15
Björgunarbáturinn losnaði ekki af Perlu Ástæða þess er hluti af rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa. 3. nóvember 2015 15:31