Vinstri og hægri á Tinder Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2015 12:00 Á aðfangadag í fyrra skellti ég mér í göngutúr um miðbæ Reykjavíkur. Úr varð stopp á Bæjarins bestu þar sem ég hitti gamlan og góðan vin í röðinni. Spjallið hófst og fór af einhverjum ástæðum sem ég man ekki eftir að snúast um daðurforritið Tinder. Báðir vorum við einhleypir og vissara að taka stöðuna hvor á öðrum svona rétt fyrir jólin. Ég hafði rétt misst út úr mér að þetta væri ekki búið að gera mikið fyrir mig þegar hann byrjaði að hrista hausinn. „Þetta er algjör snilld,“ sagði félaginn. Tíu mánuðir liðu þar til ég hitti hann aftur og þá var hann kominn í samband, reyndar með kunningjakonu minni. Hvar kynntust þau? Jú, þið vitið svarið. Gott fólk sem fann hvort annað með aðstoð Tinder. Frábært! Í fyrstu var ég gagnrýninn á forritið, maður gæti ekki dæmt neinn út frá myndum einum saman. Það er eitthvað til í því en þó held ég að ýmislegt megi lesa út úr myndunum. Sjálfa með myndavélina ofan í brjóstaskorunni, safn mynda úr ræktinni eða fyrir framan spegilinn er ekki að virka fyrir mig. En svo virkar það fyrir aðra. Þegar maður byrjar að spjalla við stelpu á skemmtistað er ástæðan yfirleitt ekki önnur en sú að útlitið heillar, svipað og á Tinder. Svo kemur í ljós hvort fleira heilli og hvort áhugi sé gagnkvæmur. Þótt Tinder hafi ekki kryddað ástarlífið hingað til þá svalar það forvitni minni um hvaða stelpur eru einhleypar. Svo skelli ég reglulega upp úr yfir fyndnum týpum. Miðað við þá skrautlegu hluti sem maður sér hjá stelpunum efast ég ekki um að það geti verið algjört bíó að renna í gegnum íslensku strákana. Þegar ég hugsa út í það er sturlað að ég sé ekki búinn að því. Það hlýtur að vera næst á dagskrá en ætli ég fái ekki símann lánaðan hjá vinkonu til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Á aðfangadag í fyrra skellti ég mér í göngutúr um miðbæ Reykjavíkur. Úr varð stopp á Bæjarins bestu þar sem ég hitti gamlan og góðan vin í röðinni. Spjallið hófst og fór af einhverjum ástæðum sem ég man ekki eftir að snúast um daðurforritið Tinder. Báðir vorum við einhleypir og vissara að taka stöðuna hvor á öðrum svona rétt fyrir jólin. Ég hafði rétt misst út úr mér að þetta væri ekki búið að gera mikið fyrir mig þegar hann byrjaði að hrista hausinn. „Þetta er algjör snilld,“ sagði félaginn. Tíu mánuðir liðu þar til ég hitti hann aftur og þá var hann kominn í samband, reyndar með kunningjakonu minni. Hvar kynntust þau? Jú, þið vitið svarið. Gott fólk sem fann hvort annað með aðstoð Tinder. Frábært! Í fyrstu var ég gagnrýninn á forritið, maður gæti ekki dæmt neinn út frá myndum einum saman. Það er eitthvað til í því en þó held ég að ýmislegt megi lesa út úr myndunum. Sjálfa með myndavélina ofan í brjóstaskorunni, safn mynda úr ræktinni eða fyrir framan spegilinn er ekki að virka fyrir mig. En svo virkar það fyrir aðra. Þegar maður byrjar að spjalla við stelpu á skemmtistað er ástæðan yfirleitt ekki önnur en sú að útlitið heillar, svipað og á Tinder. Svo kemur í ljós hvort fleira heilli og hvort áhugi sé gagnkvæmur. Þótt Tinder hafi ekki kryddað ástarlífið hingað til þá svalar það forvitni minni um hvaða stelpur eru einhleypar. Svo skelli ég reglulega upp úr yfir fyndnum týpum. Miðað við þá skrautlegu hluti sem maður sér hjá stelpunum efast ég ekki um að það geti verið algjört bíó að renna í gegnum íslensku strákana. Þegar ég hugsa út í það er sturlað að ég sé ekki búinn að því. Það hlýtur að vera næst á dagskrá en ætli ég fái ekki símann lánaðan hjá vinkonu til þess.