Tónlist

Krassandi myndband frá Shades of Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið er rosalegt.
Myndbandið er rosalegt. vísir
Fjöllistahópurinn Shades of Reykjavík, sem samanstendur af röppurum, tónlistarmönnum, leikstjórum og skeiturum, sendi nýverið frá sér nýtt lag og myndband. Lagið heitir DRUSLA og kom myndbandið út í gær.

Myndbandið er mjög krassandi og hefur það strax vakið mikla athygli. Arnar Guðni Jónsson, leikstýrir því og gerir vel.

Shades of Reykjavík kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2012 og hefur sveitin meðal annars unnið lag með Leoncie. 


Tengdar fréttir

Leoncie og Elli smullu saman

Elli Grill, eða Elvar Heimisson, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband birtist með honum og söngkonunni Leoncie. Þar syngja þau saman gamalt lag hennar, Enginn þríkantur. Myndbandið þykir vel heppnað en það er unnið af Shades of Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.