Lífið

Örir Íslendingar: Sigríður Elva eftir einn dag á ofvirknilyfinu Concerta

Í myndskeiðinu sem hér fylgir sjáum við hvernig Sigríði Elvu Vilhjálmsdóttur, sjónvarpskonu, líður í lok fyrsta dags á ofvirknilyfinu Concerta en hún er nýgreind með ADHD. Fylgst er með henni síðdegis þegar áhrif lyfjanna eru að fjara út og áhorfendur fá beint í æð upplifun hennar af þessum fyrsta degi á lyfjum við einkennum sem hafa fylgt henni alla ævi.

Sigríður Elva er ein af fjórum fullorðnum Íslendingum sem eru nýgreindir með ADHD og Lóa Pind hefur fylgst með í tæplega ár. Afraksturinn er sýndur í heimildaþáttunum Örir Íslendingar. Sigríður, Guðmundur Elías dansari, Tómas rafvirki og Lilja Björg viðskiptafræðinemi reyna ýmislegt til að tækla tilveruna með ADHD.

Í öðrum þætti af Örum Íslendingum fer Sigríður Elva í markþjálfun, Lilja reynir að breyta mataræðinu, Guðmundur notar allskyns aðferðir til að halda athygli í skólanum og við hittum Tómas eftir 3 mánuði á lyfjum.

Annar hluti af heimildaþáttunum Örir Íslendingar er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:25.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×