Hyundai Tucson tilnefndur sem "bestu bílakaupin í Evrópu“ Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 14:45 Hyundai Tucson. Hyundai Nýi sportjeppinn Hyundai Tucson var nýlega valinn í undanúrslit þar sem keppt verður um titilverðlaun AUTOBEST 2016. Það var dómnefnd 26 bílablaðamanna í Evrópu sem valdi Tucson til að keppa um titilinn „bestu bílakaupin í Evrópu 2016“ og er tilnefningin enn ein skrautfjöðurin í hatt Hyundai fyrir vel heppnaða hönnun sem móttökur á öllum helstu mörkunum bera vitni um. Tucson er flaggskip sportjeppa í Evrópulínu Hyundai sem einkennist af svipmikilli hönnun, sumir segja ábúðarfullu svipmóti, þar sem mikið rými, tækninýjungar, munaður og snjallar lausnir fara saman ásamt góðu og samkeppnishæfu verði. Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá Evrópukynningu Tucson, sem fram fór í september, er sportjeppinn nú þegar orðinn einn mest seldi bíll Hyundai á meginlandinu. Meira en 61 þúsund bílar hafa verið pantaðir og hefur enginn bíll frá Hyundai hlotið viðlíka móttökur á jafn skömmum tíma og Tucson hefur afrekað. Hyundai Tucson var hannaður á teikniborði Hyundai í Evrópu þar sem hann er einnig framleiddur, nánar tiltekið í Tékklandi. Autobest-samtökin hafa nýlega útvíkkað starfsemi sína. Sem dæmi um það er núverandi dómnefnd sett saman með þeim hætti að hún endurspegli sem best dreifingu fólksfjölda í Evrópu. Þannig koma nú hinir 26 dómarar sem sitja í valnefndinni frá löndum þar sem 91% íbúa Evrópu býr. Endanlegt val á bestu bílakaupunum 2016 í Evrópu verður kunngert 15. desember eftir ítarlegar og strangar prófanir á reynsluakstursbrautinni Navak, skammt utan Belgrad í Serbíu. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Nýi sportjeppinn Hyundai Tucson var nýlega valinn í undanúrslit þar sem keppt verður um titilverðlaun AUTOBEST 2016. Það var dómnefnd 26 bílablaðamanna í Evrópu sem valdi Tucson til að keppa um titilinn „bestu bílakaupin í Evrópu 2016“ og er tilnefningin enn ein skrautfjöðurin í hatt Hyundai fyrir vel heppnaða hönnun sem móttökur á öllum helstu mörkunum bera vitni um. Tucson er flaggskip sportjeppa í Evrópulínu Hyundai sem einkennist af svipmikilli hönnun, sumir segja ábúðarfullu svipmóti, þar sem mikið rými, tækninýjungar, munaður og snjallar lausnir fara saman ásamt góðu og samkeppnishæfu verði. Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá Evrópukynningu Tucson, sem fram fór í september, er sportjeppinn nú þegar orðinn einn mest seldi bíll Hyundai á meginlandinu. Meira en 61 þúsund bílar hafa verið pantaðir og hefur enginn bíll frá Hyundai hlotið viðlíka móttökur á jafn skömmum tíma og Tucson hefur afrekað. Hyundai Tucson var hannaður á teikniborði Hyundai í Evrópu þar sem hann er einnig framleiddur, nánar tiltekið í Tékklandi. Autobest-samtökin hafa nýlega útvíkkað starfsemi sína. Sem dæmi um það er núverandi dómnefnd sett saman með þeim hætti að hún endurspegli sem best dreifingu fólksfjölda í Evrópu. Þannig koma nú hinir 26 dómarar sem sitja í valnefndinni frá löndum þar sem 91% íbúa Evrópu býr. Endanlegt val á bestu bílakaupunum 2016 í Evrópu verður kunngert 15. desember eftir ítarlegar og strangar prófanir á reynsluakstursbrautinni Navak, skammt utan Belgrad í Serbíu.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent