Einn með öllu Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 13:00 Porsche Cayenne S Hybrid. Vilhelm Reynsluakstur – Porsche Cayenne S Hybrid Aldrei áður hefur læðst að mér sú tilfinning að aka bíl sem hefur allt sem kröfuharður ökumaður óskar sér, en það gerðist í tilfelli reynsluaksturs Porsche Cayenne S Hybrid. Þessi bíll er rammur afli með sín 416 hestöfl og er svo góður akstursbíll að engu er líkara en vera með góðan sportbíl í höndunum. Hann er algjörlega troðinn lúxus eins og eðilegt má reyndar telja með Porsche bíl og að auki svo fallegur að eftir er tekið, sérstaklega að innan. Hann er Plug-In-Hybrid bíll sem ekur á rafmagni allt að 36 fyrstu kílómetrunum og hleður að auki inn allt það afl sem annars myndi tapast við hemlun. Hann er jeppi sem kemst talsvert í ófærum og reynsluakstursbíllinn var á loftpúðafjöðrum, en það leyfir ökumanni að hækka bíllinn svo að 30 cm eru undir lægsta punkt. Hann er frábær ferðabíll sem 5 farþegar ferðast í með miklum stíl og auk þess tekur hann mikinn farangur. Bíllinn eyðir 3,4 lítrum og er það náttúrulega með hreinum ólíkindum fyrir svo stóran jeppa. Hvað getur maður beðið um meira. Hann mengar að auki aðeins 79 g/km af CO2 og fellur því í hagstæðan vörugjaldsflokk.Ekki dýr vegna lágra vörugjaldaFyrir þetta allt hlýtur fólk að greiða ógnarupphæð, en viti menn, svo er alls ekki. Þessi magnaði bíll kostar ekki mikið meira en aðrir lúxusjeppar sem boðnir eru hér á landi nú. Hann kostar 13.490.000 kr. en svipaða upphæð þarf að greiða fyrir margan annan jeppann sé hann með eitthvað í nánd við allan þann búnað sem fyrirfinnst í honum þessum. Það sem gerir það að verkum að þessi bíll er á svo góðu verði eru þau lög sem gilda hér á landi um bíla sem menga lítið, og er það vel. Þar sem mengun þessa bíls er svo lág fellur hann í ljúfan vörugjaldsflokk á meðan aðrir jeppar falla flestir í háa vörugjaldsflokka, allt að 65%. Forvitnilegt er að bera saman verð á þessum bíl í öðrum löndum, til dæmis Þýskalandi. Þar er hann miklu dýrari en Porsche Cayenne Diesel, enda tollareglurnar öðruvísi þar. Hér á landi er hann hinsvegar ódýrari en Cayenne Diesel svo munar 300.000 kr. Því væri það ekki mikil spurning í mínu tilfelli hvor bíllinn yrði fyrir valinu, en til þess þarrf ég reyndar að vinna í lottóinu. Af því hann er í hagstæðum vörugjaldsflokki er líka ódýrt að bæta við meiri munaði bílinn, en ef loftpúðafjöðruninni er bætt við, til að geta hækkað og lækkað bílinn, kostar það aðeins 330.000. Loftpúðafjöðrun kostar yfirleitt miklu meira, sé henni bætt í jeppa.Magnaður akstursbíllEn hvernig er að aka svona græju? Það er einfaldlega ólýsanlega þægilegt og skemmtilegt. Ökumaður finnst hann eins og kóngur á veginum. Aflið, fjöðrunin og aksturseiginleikar þessa bíls er þannig að erfitt er að lýsa ánægjunni og þeirri munaðartilfinningu sem um mann hríslast. Vél bílsins er 333 hestafla V6 sem brennir bensíni en rafmótorarnir hýfa hestöflin uppí rjúkandi 416 graðhesta sem gaman er að temja. Margt má stilla hvað varðar hegðun bílsins eftir því hvernig skal aka. Ef ökumaður er ekkert að flýta sér er Normal rétta stillingin og fjöðrunin mjúk og ljúf. Ef taka á meira á bílnum má herða á fjöðruninni og þá hegðar skiptingin sér öðruvísi og hann tekur meira á í hverjum gír. Flipaskipta má bílnum í stýrinu, en þar sem maður í flestum tilvikum nennir því ekki er betra að láta frábæra PDK-sjálfskiptinguna vinna vinnuna, enda skiptir hún betur en nokkur ökumaður gerir með beinskiptingu. Stilla má hvort bílinn eigi eingöngu að aka á rafmagni, eingöngu á brunavélinni eða hvort bílinn á að hlaða inn rafmagni við hvert tækifæri. Svo má náttúrulega stilla veghæð bílsins sé hann með loftpúðafjöðruninni, en það breytir ásýnd bílsins töluvert. Dráttarkrókur bílsins er falinn og sprettur hann fram með einum takka í skotti bílsins og bíllinn opnar og lokar skottinu rafrænt.Sjaldséður glæsileiki innanrýmisInnanrými bílsins er kapítuli útaf fyrir sig. Innréttingin er bara hreinasta snilld til áhorfs og íveru. Lúxusinn er allsstaðar og efnisnotkun og frágangur eins og það gerist best. Það skal þó tekið fram að innréttingin í reynsluakstursbílnum var öll svört og yrði sú útfærsla seint að vali undirritaðs. Bjartari litir í innréttingu yrðu ofaná og af þeim eru margir valkostir. Framsætin eru hreinn unaður að sitja í og ekki fer heldur illa um aftusætisfarþega. Talandi um aftursætin, þá eru þau á sleðum svo stækka megi farangursrýmið, en einnig má setja þau aðeins fram og halla svo bakinu, svosem ef einhverjum dytti í hug að sofa frekar en að njóta akstursins á lengri ferðum. Bose hljóðkerfi er staðalbúnaður og með því er bíllinn sem tónleikasalur. Enn betur má gera með Burmeister hljóðkerfi, en það kostar aukalega. Einnig má fá aukalega glerþak og var reynsluakstursbíllinn þannig og færir það mikla birtu inní bílinn. Ef setja má eitthvað útá þennan bíl er það að vegna rafhlöðunnar sem staðsett er þar sem varadekkið er vanalega. Fyrir vikið ekkert varadekk, heldur viðgerðasett.Kostir: Aksturseiginleikar, glæsileiki, eyðsla, verðÓkostir: Ekkert varadekk 3,0 l. bensínvél og rafmótorar, 416 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 3,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 79 g/km CO2 Hröðun: 5,9 sek. Hámarkshraði: 243 km/klst Verð frá: 13.490.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaInnréttingarnar í Porsche er sér kapítuli. Ótrúleg fágun.Þau gerast vart flottari stýrin.Mikið af stjórntækjum, enda flókinn bíll og fullkominn.Hybrid Cayenne þekkist á grænum bremsubúnaðinum. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent
Reynsluakstur – Porsche Cayenne S Hybrid Aldrei áður hefur læðst að mér sú tilfinning að aka bíl sem hefur allt sem kröfuharður ökumaður óskar sér, en það gerðist í tilfelli reynsluaksturs Porsche Cayenne S Hybrid. Þessi bíll er rammur afli með sín 416 hestöfl og er svo góður akstursbíll að engu er líkara en vera með góðan sportbíl í höndunum. Hann er algjörlega troðinn lúxus eins og eðilegt má reyndar telja með Porsche bíl og að auki svo fallegur að eftir er tekið, sérstaklega að innan. Hann er Plug-In-Hybrid bíll sem ekur á rafmagni allt að 36 fyrstu kílómetrunum og hleður að auki inn allt það afl sem annars myndi tapast við hemlun. Hann er jeppi sem kemst talsvert í ófærum og reynsluakstursbíllinn var á loftpúðafjöðrum, en það leyfir ökumanni að hækka bíllinn svo að 30 cm eru undir lægsta punkt. Hann er frábær ferðabíll sem 5 farþegar ferðast í með miklum stíl og auk þess tekur hann mikinn farangur. Bíllinn eyðir 3,4 lítrum og er það náttúrulega með hreinum ólíkindum fyrir svo stóran jeppa. Hvað getur maður beðið um meira. Hann mengar að auki aðeins 79 g/km af CO2 og fellur því í hagstæðan vörugjaldsflokk.Ekki dýr vegna lágra vörugjaldaFyrir þetta allt hlýtur fólk að greiða ógnarupphæð, en viti menn, svo er alls ekki. Þessi magnaði bíll kostar ekki mikið meira en aðrir lúxusjeppar sem boðnir eru hér á landi nú. Hann kostar 13.490.000 kr. en svipaða upphæð þarf að greiða fyrir margan annan jeppann sé hann með eitthvað í nánd við allan þann búnað sem fyrirfinnst í honum þessum. Það sem gerir það að verkum að þessi bíll er á svo góðu verði eru þau lög sem gilda hér á landi um bíla sem menga lítið, og er það vel. Þar sem mengun þessa bíls er svo lág fellur hann í ljúfan vörugjaldsflokk á meðan aðrir jeppar falla flestir í háa vörugjaldsflokka, allt að 65%. Forvitnilegt er að bera saman verð á þessum bíl í öðrum löndum, til dæmis Þýskalandi. Þar er hann miklu dýrari en Porsche Cayenne Diesel, enda tollareglurnar öðruvísi þar. Hér á landi er hann hinsvegar ódýrari en Cayenne Diesel svo munar 300.000 kr. Því væri það ekki mikil spurning í mínu tilfelli hvor bíllinn yrði fyrir valinu, en til þess þarrf ég reyndar að vinna í lottóinu. Af því hann er í hagstæðum vörugjaldsflokki er líka ódýrt að bæta við meiri munaði bílinn, en ef loftpúðafjöðruninni er bætt við, til að geta hækkað og lækkað bílinn, kostar það aðeins 330.000. Loftpúðafjöðrun kostar yfirleitt miklu meira, sé henni bætt í jeppa.Magnaður akstursbíllEn hvernig er að aka svona græju? Það er einfaldlega ólýsanlega þægilegt og skemmtilegt. Ökumaður finnst hann eins og kóngur á veginum. Aflið, fjöðrunin og aksturseiginleikar þessa bíls er þannig að erfitt er að lýsa ánægjunni og þeirri munaðartilfinningu sem um mann hríslast. Vél bílsins er 333 hestafla V6 sem brennir bensíni en rafmótorarnir hýfa hestöflin uppí rjúkandi 416 graðhesta sem gaman er að temja. Margt má stilla hvað varðar hegðun bílsins eftir því hvernig skal aka. Ef ökumaður er ekkert að flýta sér er Normal rétta stillingin og fjöðrunin mjúk og ljúf. Ef taka á meira á bílnum má herða á fjöðruninni og þá hegðar skiptingin sér öðruvísi og hann tekur meira á í hverjum gír. Flipaskipta má bílnum í stýrinu, en þar sem maður í flestum tilvikum nennir því ekki er betra að láta frábæra PDK-sjálfskiptinguna vinna vinnuna, enda skiptir hún betur en nokkur ökumaður gerir með beinskiptingu. Stilla má hvort bílinn eigi eingöngu að aka á rafmagni, eingöngu á brunavélinni eða hvort bílinn á að hlaða inn rafmagni við hvert tækifæri. Svo má náttúrulega stilla veghæð bílsins sé hann með loftpúðafjöðruninni, en það breytir ásýnd bílsins töluvert. Dráttarkrókur bílsins er falinn og sprettur hann fram með einum takka í skotti bílsins og bíllinn opnar og lokar skottinu rafrænt.Sjaldséður glæsileiki innanrýmisInnanrými bílsins er kapítuli útaf fyrir sig. Innréttingin er bara hreinasta snilld til áhorfs og íveru. Lúxusinn er allsstaðar og efnisnotkun og frágangur eins og það gerist best. Það skal þó tekið fram að innréttingin í reynsluakstursbílnum var öll svört og yrði sú útfærsla seint að vali undirritaðs. Bjartari litir í innréttingu yrðu ofaná og af þeim eru margir valkostir. Framsætin eru hreinn unaður að sitja í og ekki fer heldur illa um aftusætisfarþega. Talandi um aftursætin, þá eru þau á sleðum svo stækka megi farangursrýmið, en einnig má setja þau aðeins fram og halla svo bakinu, svosem ef einhverjum dytti í hug að sofa frekar en að njóta akstursins á lengri ferðum. Bose hljóðkerfi er staðalbúnaður og með því er bíllinn sem tónleikasalur. Enn betur má gera með Burmeister hljóðkerfi, en það kostar aukalega. Einnig má fá aukalega glerþak og var reynsluakstursbíllinn þannig og færir það mikla birtu inní bílinn. Ef setja má eitthvað útá þennan bíl er það að vegna rafhlöðunnar sem staðsett er þar sem varadekkið er vanalega. Fyrir vikið ekkert varadekk, heldur viðgerðasett.Kostir: Aksturseiginleikar, glæsileiki, eyðsla, verðÓkostir: Ekkert varadekk 3,0 l. bensínvél og rafmótorar, 416 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 3,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 79 g/km CO2 Hröðun: 5,9 sek. Hámarkshraði: 243 km/klst Verð frá: 13.490.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaInnréttingarnar í Porsche er sér kapítuli. Ótrúleg fágun.Þau gerast vart flottari stýrin.Mikið af stjórntækjum, enda flókinn bíll og fullkominn.Hybrid Cayenne þekkist á grænum bremsubúnaðinum.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent