Sport

Ekkert stöðvar Carolina í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, fagnar í nótt.
Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, fagnar í nótt. vísir/getty
Carolina Panthers heldur áfram að slá í gegn í NFL-deildinni og liðið vann sjöunda leikinn í röð í nótt.

Að þessu sinni á heimavelli gegn Indianapolis Colts. Þurfti að framlengja leikinn þar sem Panthers hafði betur, 29-26.

Panthers var svo gott sem búið að vinna leikinn er Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, hrökk í gang og með hann í stuði náði Colts að vinna niður 17 stiga forskot Panthers og tryggja sér framlengingu. Ótrúlegur endasprettur þar sem Colts hafði ekkert getað í leiknum.

Það var sparkarinn Graham Gano sem tryggði Panthers sigur með 52 jarda vallarmarki í framlengingunni.

Panthers er nú búið að vinna jafn marga leiki og liðið gerði á síðustu leiktíð. Colts er búið að vinna þrjá leiki og tapa fimm en liðið hefur valdið miklum vonbrigðum í vetur.

Panthers fær svo heldur betur alvöru leik um næstu helgi er Green Bay Packers kemur í heimsókn.

Staðan í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×