Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2015 22:45 Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. Síðustu menn komust með naumindum frá borði. Þrír menn voru þá um borð í sanddæluskipinu Perlu en hafnsögubáturinn Magni var að draga það frá slippnum og koma því að bryggju. Mennirnir voru hins vegar allir komnir í land þegar efsti hluti stýrihússins var að fara á kaf en síðasti maður frá borði var Ágúst Ágústsson vélstjóri. Í samtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Ágúst að þetta hefði gerst nokkuð hratt í restina og var auðheyrt að honum var brugðið. „Auðvitað verður manni brugðið við svona lagað. Maður er ekkert vanur að lenda í svona ósköpum,“ sagði Ágúst. „Við vorum í hættu, - við rétt komumst í land í lokin, - við tveir sko; einn frá slökkviliðinu og ég.“Perla farin að hallast á stjórnborðshlið. Dráttarbáturinn Magni er við bakborðshlið sanddæluskipsins.Mynd/Faxaflóahafnir.Slökkviliðið kom á vettvang og fór með dælur um borð í von um að koma í veg fyrir að skipið sykki. Fljótlega var komið með flotgirðingu á svæðið en tólf þúsund lítrar af skipaolíu voru um borð í Perlu og 800 lítrar af glussa og smurolíu. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kvaðst eftir samtal við fulltrúa Björgunar vera bjartsýnn á að það myndi ekki taka marga daga að ná skipinu upp. Fyrirtækið myndi skila áætlun á morgun um hvernig staðið yrði að björgun skipsins. Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. Síðustu menn komust með naumindum frá borði. Þrír menn voru þá um borð í sanddæluskipinu Perlu en hafnsögubáturinn Magni var að draga það frá slippnum og koma því að bryggju. Mennirnir voru hins vegar allir komnir í land þegar efsti hluti stýrihússins var að fara á kaf en síðasti maður frá borði var Ágúst Ágústsson vélstjóri. Í samtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Ágúst að þetta hefði gerst nokkuð hratt í restina og var auðheyrt að honum var brugðið. „Auðvitað verður manni brugðið við svona lagað. Maður er ekkert vanur að lenda í svona ósköpum,“ sagði Ágúst. „Við vorum í hættu, - við rétt komumst í land í lokin, - við tveir sko; einn frá slökkviliðinu og ég.“Perla farin að hallast á stjórnborðshlið. Dráttarbáturinn Magni er við bakborðshlið sanddæluskipsins.Mynd/Faxaflóahafnir.Slökkviliðið kom á vettvang og fór með dælur um borð í von um að koma í veg fyrir að skipið sykki. Fljótlega var komið með flotgirðingu á svæðið en tólf þúsund lítrar af skipaolíu voru um borð í Perlu og 800 lítrar af glussa og smurolíu. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kvaðst eftir samtal við fulltrúa Björgunar vera bjartsýnn á að það myndi ekki taka marga daga að ná skipinu upp. Fyrirtækið myndi skila áætlun á morgun um hvernig staðið yrði að björgun skipsins.
Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira