Nýr gjaldmiðill eða piss í skóinn? Árni Páll Árnason skrifar 3. nóvember 2015 07:00 Ríkisstjórnin hefur nú lokið samningum við erlenda kröfuhafa um stöðugleikaframlög, sem fela í sér að kröfuhafarnir fá hundruð milljarða í afslátt af stöðugleikaskatti gegn því að fara ekki í mál við ríkið. Gráglettið er að hin efnislega niðurstaða er mjög í samræmi við þá leið sem við í Samfylkingunni lögðum til fyrir síðustu kosningar, um að samningsstaðan við kröfuhafa yrði nýtt og gera mætti ráð fyrir að þá skapaðist svigrúm upp á um 300 milljarða sem nýta þyrfti til greiðslu skulda ríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn sem ætlaði fyrir kosningar að berja erlenda kröfuhafa með kylfum, semur nú við þá í mestu vinsemd. Miklu máli skiptir að vel takist til við þessa aðgerð. Eins og seðlabankastjóri hefur sagt, er bara eitt skot í byssunni. Ástæðan fyrir því að skotið er í byssunni er sú að hún var hlaðin í tíð síðustu ríkisstjórnar, gegn vilja núverandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi meira að segja atkvæði gegn því að fella slitabúin undir höft. Þess vegna höfum við krafist þess að allar staðreyndir verði uppi á borðum og óháðum sérfræðingum og þjóðinni allri gefist tími til að kanna allar forsendur til hlítar. Ef ekki er nægilega vel að verki staðið er nefnilega raunveruleg hætta að verið sé að opna dyr fyrir erlenda kröfuhafa til að sleppa létt frá höftunum, en að þjóðin, lífeyrissjóðir í hennar eigu og innlend fyrirtæki sitji áfram innan hafta. En ef vel tekst til skapast tækifæri til að stíga næstu skref. Þá verða kjöraðstæður til að taka upp nýjan gjaldmiðil og losa okkur út úr þeim eilífðarvanda sem fylgir krónunni og verðtryggingunni. Ef tækifærið verður ekki nýtt, blasir því miður enn og aftur við ný hringrás uppgangs, verðbólgu, vaxtahækkana, gengisfellingar og hækkunar verðtryggðra lána. Nú þarf ríkisstjórn sem þorir að nýta árangurinn til að gera grundvallarbreytingar til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú lokið samningum við erlenda kröfuhafa um stöðugleikaframlög, sem fela í sér að kröfuhafarnir fá hundruð milljarða í afslátt af stöðugleikaskatti gegn því að fara ekki í mál við ríkið. Gráglettið er að hin efnislega niðurstaða er mjög í samræmi við þá leið sem við í Samfylkingunni lögðum til fyrir síðustu kosningar, um að samningsstaðan við kröfuhafa yrði nýtt og gera mætti ráð fyrir að þá skapaðist svigrúm upp á um 300 milljarða sem nýta þyrfti til greiðslu skulda ríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn sem ætlaði fyrir kosningar að berja erlenda kröfuhafa með kylfum, semur nú við þá í mestu vinsemd. Miklu máli skiptir að vel takist til við þessa aðgerð. Eins og seðlabankastjóri hefur sagt, er bara eitt skot í byssunni. Ástæðan fyrir því að skotið er í byssunni er sú að hún var hlaðin í tíð síðustu ríkisstjórnar, gegn vilja núverandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi meira að segja atkvæði gegn því að fella slitabúin undir höft. Þess vegna höfum við krafist þess að allar staðreyndir verði uppi á borðum og óháðum sérfræðingum og þjóðinni allri gefist tími til að kanna allar forsendur til hlítar. Ef ekki er nægilega vel að verki staðið er nefnilega raunveruleg hætta að verið sé að opna dyr fyrir erlenda kröfuhafa til að sleppa létt frá höftunum, en að þjóðin, lífeyrissjóðir í hennar eigu og innlend fyrirtæki sitji áfram innan hafta. En ef vel tekst til skapast tækifæri til að stíga næstu skref. Þá verða kjöraðstæður til að taka upp nýjan gjaldmiðil og losa okkur út úr þeim eilífðarvanda sem fylgir krónunni og verðtryggingunni. Ef tækifærið verður ekki nýtt, blasir því miður enn og aftur við ný hringrás uppgangs, verðbólgu, vaxtahækkana, gengisfellingar og hækkunar verðtryggðra lána. Nú þarf ríkisstjórn sem þorir að nýta árangurinn til að gera grundvallarbreytingar til góðs.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun