Ef væri ég söngvari... Auður Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Með þessa ósk í hjarta hefur margt ungmennið skráð sig í skóla þann sem kenndur er við Sigurð Demetz heitinn og ber nafn hans með rentu. Hann kom með mikla reynslu og þekkingu á óperusöng til landsins og var óspar á að deila henni með nemendum sínum allt fram í andlátið. Við skólann kenna margir af reyndustu söngvurum landsins, fólk sem sumt hefur sungið í mörgum bestu og stærstu óperuhúsum heims. Þarna er samankomin gríðarleg þekking á faginu og mikill mannauður og af þeim sökum ætti útlitið fyrir því að ósk nemandans rætist að vera gott. Söngvararnir sem kenna við skólann voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þjálfa sig í sönglistinni í söng- og tónlistarskólum hér heima áður en þeir héldu út í heim til að læra meira. Þeir fengu að fara í gegnum grunn-, mið-, framhalds- og háskólastig óhindrað þar til þeir náðu þeirri færni sem þarf til að komast að í virtum háskólum erlendis. Eftir framhaldsnám hjá alþjóðlegum oft frægum listamönnum og raddþjálfum náðu þeir eyrum umboðsmanna og óperustjóra sem sendu þá áfram inn í óperuhús heimsins til að bera hróður Íslands vítt og breytt um heiminn - alveg eins og ,,Strákarnir okkar“. Vekur athygliÞegar ég bjó og starfaði sem óperusöngkona í Þýskalandi var ég oft spurð að því hvað þetta væri með okkur Íslendinga; af hverju við ættum svona marga frábæra söngvara? Það vekur nefnilega athygli að svona fámenn þjóð eigi söngvara starfandi úti um allan heim. Það er þannig í söngnum eins og í fótboltanum að allur heimurinn er að keppast um stöðurnar sem losna. Hvað er það sem hefur gert okkur samkeppnishæf? Það eru skólarnir, kennararnir og möguleikarnir sem við höfum haft til að mennta okkur, það kerfi sem byggt hefur verið upp á síðustu áratugum og nú riðar til falls. Söngskóli Sigurðar Demetz er á barmi gjaldþrots og hefur sagt upp 28 kennurum. Ef ríki og borg taka ekki höndum saman um að leysa þessa deilu munu þessir 28 kennarar væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramótin og vonir og þrár ótal nemenda bresta. Allir vilja hlýða á fagran söng á stóru stundunum í lífinu og ekki er hægt að hugsa sér stórhátíðir eins og jól og páska án söngs. Gleymum því heldur ekki að við erum líka að mennta áheyrendur sem munu sækja tónlistarviðburði í framtíðinni. Til þess að söngurinn megi hljóma um ókomin ár verðum við að standa vörð um skólana og því skora ég á háttvirta ráðamenn að leysa málið og koma í veg fyrir menningarlegt stórslys. Höldum áfram að mennta hæfileikaríka söngvara svo þeir geti sungið um sólina vorið og land sitt og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon Skoðun Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir,Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Skoðun Af styrkjum Sigmar Guðmundsson Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir Skoðun Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Fylkjum liði með kennurum og börnunum okkar Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir,Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifar Skoðun Af styrkjum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Sjá meira
Með þessa ósk í hjarta hefur margt ungmennið skráð sig í skóla þann sem kenndur er við Sigurð Demetz heitinn og ber nafn hans með rentu. Hann kom með mikla reynslu og þekkingu á óperusöng til landsins og var óspar á að deila henni með nemendum sínum allt fram í andlátið. Við skólann kenna margir af reyndustu söngvurum landsins, fólk sem sumt hefur sungið í mörgum bestu og stærstu óperuhúsum heims. Þarna er samankomin gríðarleg þekking á faginu og mikill mannauður og af þeim sökum ætti útlitið fyrir því að ósk nemandans rætist að vera gott. Söngvararnir sem kenna við skólann voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þjálfa sig í sönglistinni í söng- og tónlistarskólum hér heima áður en þeir héldu út í heim til að læra meira. Þeir fengu að fara í gegnum grunn-, mið-, framhalds- og háskólastig óhindrað þar til þeir náðu þeirri færni sem þarf til að komast að í virtum háskólum erlendis. Eftir framhaldsnám hjá alþjóðlegum oft frægum listamönnum og raddþjálfum náðu þeir eyrum umboðsmanna og óperustjóra sem sendu þá áfram inn í óperuhús heimsins til að bera hróður Íslands vítt og breytt um heiminn - alveg eins og ,,Strákarnir okkar“. Vekur athygliÞegar ég bjó og starfaði sem óperusöngkona í Þýskalandi var ég oft spurð að því hvað þetta væri með okkur Íslendinga; af hverju við ættum svona marga frábæra söngvara? Það vekur nefnilega athygli að svona fámenn þjóð eigi söngvara starfandi úti um allan heim. Það er þannig í söngnum eins og í fótboltanum að allur heimurinn er að keppast um stöðurnar sem losna. Hvað er það sem hefur gert okkur samkeppnishæf? Það eru skólarnir, kennararnir og möguleikarnir sem við höfum haft til að mennta okkur, það kerfi sem byggt hefur verið upp á síðustu áratugum og nú riðar til falls. Söngskóli Sigurðar Demetz er á barmi gjaldþrots og hefur sagt upp 28 kennurum. Ef ríki og borg taka ekki höndum saman um að leysa þessa deilu munu þessir 28 kennarar væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramótin og vonir og þrár ótal nemenda bresta. Allir vilja hlýða á fagran söng á stóru stundunum í lífinu og ekki er hægt að hugsa sér stórhátíðir eins og jól og páska án söngs. Gleymum því heldur ekki að við erum líka að mennta áheyrendur sem munu sækja tónlistarviðburði í framtíðinni. Til þess að söngurinn megi hljóma um ókomin ár verðum við að standa vörð um skólana og því skora ég á háttvirta ráðamenn að leysa málið og koma í veg fyrir menningarlegt stórslys. Höldum áfram að mennta hæfileikaríka söngvara svo þeir geti sungið um sólina vorið og land sitt og þjóð.
Skoðun Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar