Undanskot frá skatti metin rúmir 80 milljarðar Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2015 13:56 Skúli Eggert. Afstaða Íslendinga til skattsvika er tvíbent: Þeir sömu og vilja herða aðgerðir gegn skattsvikum myndu þiggja dulin laun ef þeir eru vissir um að komast upp með það. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir það metið sem svo að áætluð undanskot frá skatti nemi verulegum fjárhæðum, séu í kringum 80 milljarðar króna – sem eru vitaskuld verulegir fjármunir sem nota mætti í samneyslu svo sem rekstur Landspítala.Hægara sagt en gert að komast í féðSkúli gerir fyrirvara á að þetta sé erfitt að reikna út en athuganir leiði í ljós að heildarundanskot sé í samræmi við fyrri kannanir sem gerðar hafa verið en breytingar séu innbyrðis. Dregið hefur úr undanskotum sem tengjast fjármálaumsýslu en svört vinna aukist á móti. Það sem gerir þennan útreikning meðal annars flókinn er að þó menn viti um þessi undanskot, þá sé ekki þar með sagt að hægt sé að ná í alla þessa peninga því töluvert af þessum svörtu viðskiptum eiga sér stað af því að þau eru dulin. Menn kaupa kannski vöru og þjónustu en myndu ekki gera það ef hún væri ofan yfirborðs. Og það er erfitt er við að eiga. Í viðtali Vísis við Skúla Eggert kemur fram að undanskotin séu talin veruleg í byggingageiranum sem og ferðaþjónustunni en þar eru ýmis flækjustig í greiðslu á virðisaukaskatti.Umfangsmikil skattsvik í ferðaþjónustuSkúli gerði fjármálanefnd grein fyrir stöðu mála í gær en athuganir á þessu hafa farið fram á árunum 1984 til 1986, síðan aftur frá 1992 til 1993, 2003 til 2004 og svo þetta verkefni sem Skúli vísar nú til, sem staðið hefur með hléum allt frá árinu 2013. Sé litið til ferðaþjónustunnar sérstaklega segir Skúli það staðfest að víða sé pottur brotinn sem tengjast þessum atvinnurekstri og snýr það einkum að: a) Gistingu b) Veitingum og veitingareksturs c) Ýmissi annarri þjónusta við ferðamenn. „Þetta er í eðli sínu frekar flókin atvinnugrein að hún er margþætt og sumir þættir hennar bera fullan virðisaukaskatt, aðrir bera lægri virðisaukaskatt og sumt engan virðisaukaskatt og flækjustigið er talsvert,“ segir Skúli Eggert. „Það eru margir nýir aðilar í þessari atvinnugrein, og það er ekki nægjanlega góð regla á bókhaldi og skilum og við erum með úti starfsmenn sem fara útí þetta á hverjum degi og núna þessa dagana erum við að bæta við þremur nýjum starfsmönnum sem fara sérstaklega þessar tvær atvinnugreinar sem er ferðaþjónustan og mannvirkjagerð.“Tvíbent afstaða Íslendinga til skattsvikaEn, nú hefur maður það á tilfinningunni að afstaða Íslendinga til skattsvika sé býsna blendin? „Já, það er rétt. Komið fram í spurningakönnunum sami hópur og vill beita ströngum viðurlögum við undanskotum er kannski tilbúinn að þiggja dulin laun ef hann telur að það komist ekki upp. Þetta er aftur það sem við erum búin að spyrja útí í nokkur skipti og það er sama trend, þetta breytist ekki neitt.“ Skúli segir að þrátt fyrir mótsagnakennda og jafnvel frjálslega afstöðu landsmanna til skattsvika séu undanskotin á Íslandi í svipuðum mæli og eru í nágrannalöndunum. „Í sama takti og tón en sumstaðar er það miklu verra eins og sumstaðar í Suður-Evrópu.“Aðgerða að væntaVarðandi frekari aðgerðir til að stemma stigu við þessum gríðarlegu skattsvikum, auk þess að bæta við mannskap, segir Skúli Eggert að embættið hafi fengið nýjar heimildir á undanförnum árum. „Þær aðgerðir felast í því að hægt er að stöðva atvinnurekstur ef ekki er staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu. Og síðan höfum við verið í óformlegu samstarfi við vinnumálastofnun og vinnueftirlitið og þar stendur til að formgera það.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir það metið sem svo að áætluð undanskot frá skatti nemi verulegum fjárhæðum, séu í kringum 80 milljarðar króna – sem eru vitaskuld verulegir fjármunir sem nota mætti í samneyslu svo sem rekstur Landspítala.Hægara sagt en gert að komast í féðSkúli gerir fyrirvara á að þetta sé erfitt að reikna út en athuganir leiði í ljós að heildarundanskot sé í samræmi við fyrri kannanir sem gerðar hafa verið en breytingar séu innbyrðis. Dregið hefur úr undanskotum sem tengjast fjármálaumsýslu en svört vinna aukist á móti. Það sem gerir þennan útreikning meðal annars flókinn er að þó menn viti um þessi undanskot, þá sé ekki þar með sagt að hægt sé að ná í alla þessa peninga því töluvert af þessum svörtu viðskiptum eiga sér stað af því að þau eru dulin. Menn kaupa kannski vöru og þjónustu en myndu ekki gera það ef hún væri ofan yfirborðs. Og það er erfitt er við að eiga. Í viðtali Vísis við Skúla Eggert kemur fram að undanskotin séu talin veruleg í byggingageiranum sem og ferðaþjónustunni en þar eru ýmis flækjustig í greiðslu á virðisaukaskatti.Umfangsmikil skattsvik í ferðaþjónustuSkúli gerði fjármálanefnd grein fyrir stöðu mála í gær en athuganir á þessu hafa farið fram á árunum 1984 til 1986, síðan aftur frá 1992 til 1993, 2003 til 2004 og svo þetta verkefni sem Skúli vísar nú til, sem staðið hefur með hléum allt frá árinu 2013. Sé litið til ferðaþjónustunnar sérstaklega segir Skúli það staðfest að víða sé pottur brotinn sem tengjast þessum atvinnurekstri og snýr það einkum að: a) Gistingu b) Veitingum og veitingareksturs c) Ýmissi annarri þjónusta við ferðamenn. „Þetta er í eðli sínu frekar flókin atvinnugrein að hún er margþætt og sumir þættir hennar bera fullan virðisaukaskatt, aðrir bera lægri virðisaukaskatt og sumt engan virðisaukaskatt og flækjustigið er talsvert,“ segir Skúli Eggert. „Það eru margir nýir aðilar í þessari atvinnugrein, og það er ekki nægjanlega góð regla á bókhaldi og skilum og við erum með úti starfsmenn sem fara útí þetta á hverjum degi og núna þessa dagana erum við að bæta við þremur nýjum starfsmönnum sem fara sérstaklega þessar tvær atvinnugreinar sem er ferðaþjónustan og mannvirkjagerð.“Tvíbent afstaða Íslendinga til skattsvikaEn, nú hefur maður það á tilfinningunni að afstaða Íslendinga til skattsvika sé býsna blendin? „Já, það er rétt. Komið fram í spurningakönnunum sami hópur og vill beita ströngum viðurlögum við undanskotum er kannski tilbúinn að þiggja dulin laun ef hann telur að það komist ekki upp. Þetta er aftur það sem við erum búin að spyrja útí í nokkur skipti og það er sama trend, þetta breytist ekki neitt.“ Skúli segir að þrátt fyrir mótsagnakennda og jafnvel frjálslega afstöðu landsmanna til skattsvika séu undanskotin á Íslandi í svipuðum mæli og eru í nágrannalöndunum. „Í sama takti og tón en sumstaðar er það miklu verra eins og sumstaðar í Suður-Evrópu.“Aðgerða að væntaVarðandi frekari aðgerðir til að stemma stigu við þessum gríðarlegu skattsvikum, auk þess að bæta við mannskap, segir Skúli Eggert að embættið hafi fengið nýjar heimildir á undanförnum árum. „Þær aðgerðir felast í því að hægt er að stöðva atvinnurekstur ef ekki er staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu. Og síðan höfum við verið í óformlegu samstarfi við vinnumálastofnun og vinnueftirlitið og þar stendur til að formgera það.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira