Bíó og sjónvarp

„Næsti þáttur er rosalegur“

Samúel Karl Ólason skrifar
„Næsti þáttur er rosalegur. Það er búið að baka köku sem er að fara að springa næsta sunnudag. Svo heldur þetta áfram eftir það. Það er tilgangur með þessu öllu.“

Þetta sagði leikstjórinn Baldvin Z sem ræddi við þá Mána og Frosta í Harmageddon í gær um þriðju seríuna af Rétti. Tilefni heimsóknarinnar var að Baldvin hafði heyrt af því að Máni og Frosti fóru ófögrum orðum um þættina.

„Mínar myndir og mín verkefni hafa alltaf verið mannlegi þátturinn. Ástæðan fyrir því að ég heillaðist að var út af því að mannlegi parturinn var stór. Mín verkefni hafa ekki verið action-drifin og full af sprengingum og einhverju þannig. Þegar ég fæ allt í einu fimm hundruð mínútur í hendurnar til að moða úr, þá verður þetta að sjálfsögðu svolítið í mínum stíl.“

Hann sagði að það væri tilgangur með þessu öllu. Ekki væri hægt að labba út af Titanic í hléi og segja að skipið myndi ekki sökkva. Hann sagði þættina vera í aðdraganda að stóru máli og að uppsetningin væri flókin.

Sjötti þáttur seríunnar, af níu, verður sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Hlusta má á viðtalið við Baldvin hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.