Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Atli ísleifsson skrifar 19. nóvember 2015 13:23 Hinn 27 ára Abu Oud var samverkamaður Salah Abdeslam sem er enn á flótta. Vísir/EPA Saksóknari í Frakklandi staðfesti fyrr í dag að Abdel-Hamid Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu á íbúð í hverfinu St-Denis í gærdag. Abu Oud er sagður hafa verið höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í París á föstudaginn þar sem 129 féllu. Abu Oud var Belgi af marokkóskum uppruna sem ólst upp í úthverfi Brusselborgar, Molenbeek. Hann bjó á heimili með fimm systkinum og starfrækti faðir hans verslun. Í frétt New York Times segir að fjölskyldan hafi ekki verið fátæk og að sögn eldri systur hans á hann ekki hafa sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga.Í grein BBC um Abu Oud kemur fram að innflytjendur séu í meirihluta í hverfinu Molenbeek, íbúðir yfirfullar og atvinnuleysi mikið. Sérstaklega hátt hlutfall Belga hafa lagt leið sína til Íraks og Sýrlands til að ganga til liðs til ISIS, borið saman við önnur aðildarríki ESB. Hinn 27 ára Abu Oud var samverkamaður Salah Abdeslam sem er enn á flótta, en bróðir Abdeslam, Brahim, var einn þeirra sem sprengdu sjálfan sig í loft upp í árásum föstudagsins. Abu Oud var ásamt Abdeslam dæmdur til fangelsisvistar í Belgíu árið 2010 fyrir vopnað rán.Vísir/EPATil liðs við ISIS árið 2013Maðurinn gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS snemma árs 2013 og hefur hann einnig gengið undir nafninu Abu Umar al-Baljiki. Samtökin greindu frá því fyrr á árinu að hann væri í Sýrlandi, ef til vill til að villa fyrir lögreglu í Evrópu í kjölfar árásanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar síðastliðinn. Í grein BBC kemur fram að ekki liggi fyrir hvenær Abu Oud hafi orðið róttækur í skoðunum sínum, en AP greinir frá því að hann gengi gengið í Saint-Pierre d'Uccle – einn af betri skólum Belgiu fyrir efri stig grunnskóla.Skipulagði og fjármagnaði hóp öfgamanna Vitað er að Abu Oud hafi verið í samskiptum við Mehdi Nemmouche franskan, íslamskan öfgamann af alsírskum uppruna, sem drap fjóra í árás á Gyðingasafninu í Brussel í maí 2014. Belgísk yfirvöld hafa haft Abu Oud grunaðan um að hafa skipulagt og fjármagnað hóp íslamskra öfgamanna sem starfaði í Verviers í austurhluta Belgíu, en hópurinn var leystur upp í janúar eftir að lögregla réðst til atlögu gegn honum. Tveir menn voru drepnir – hinn 23 ára Khalid Ben Larbi og hinn 26 ára Soufiane Amghar.Vísir/EPAFjallað var um átökin í Verviers í Dabiq, ensku fréttariti ISIS-samtakanna, í febrúar þar sem Abu Oud sagðist hafa haldið frá Sýrlandi til Belgíu ásamt hinum föllnu til að skipuleggja árásir. Stærði hann af því að hafa komist undan lögreglu.Á farartæki með limlest lík í eftirdragi Í áróðursmyndbandi ISIS frá síðasta ári mátti sjá Abu Oud á farartæki með limlest lík í eftirdragi. Segir að hann hafi verið svo trúr baráttunni að hann hafi sannfært þrettán ára bróður sinn um að ganga til liðs við ISIS. Þá segir að Abu Oud hafi einnig verið bendlaður við misheppnaða hryðjuverkaárás í franskri lest þar sem byssumaðurinn Ayoub El-Khazzani var yfirbugaður af farþegum um borð. Tengdar fréttir Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00 Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn. 19. nóvember 2015 09:43 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Saksóknari í Frakklandi staðfesti fyrr í dag að Abdel-Hamid Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu á íbúð í hverfinu St-Denis í gærdag. Abu Oud er sagður hafa verið höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í París á föstudaginn þar sem 129 féllu. Abu Oud var Belgi af marokkóskum uppruna sem ólst upp í úthverfi Brusselborgar, Molenbeek. Hann bjó á heimili með fimm systkinum og starfrækti faðir hans verslun. Í frétt New York Times segir að fjölskyldan hafi ekki verið fátæk og að sögn eldri systur hans á hann ekki hafa sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga.Í grein BBC um Abu Oud kemur fram að innflytjendur séu í meirihluta í hverfinu Molenbeek, íbúðir yfirfullar og atvinnuleysi mikið. Sérstaklega hátt hlutfall Belga hafa lagt leið sína til Íraks og Sýrlands til að ganga til liðs til ISIS, borið saman við önnur aðildarríki ESB. Hinn 27 ára Abu Oud var samverkamaður Salah Abdeslam sem er enn á flótta, en bróðir Abdeslam, Brahim, var einn þeirra sem sprengdu sjálfan sig í loft upp í árásum föstudagsins. Abu Oud var ásamt Abdeslam dæmdur til fangelsisvistar í Belgíu árið 2010 fyrir vopnað rán.Vísir/EPATil liðs við ISIS árið 2013Maðurinn gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS snemma árs 2013 og hefur hann einnig gengið undir nafninu Abu Umar al-Baljiki. Samtökin greindu frá því fyrr á árinu að hann væri í Sýrlandi, ef til vill til að villa fyrir lögreglu í Evrópu í kjölfar árásanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar síðastliðinn. Í grein BBC kemur fram að ekki liggi fyrir hvenær Abu Oud hafi orðið róttækur í skoðunum sínum, en AP greinir frá því að hann gengi gengið í Saint-Pierre d'Uccle – einn af betri skólum Belgiu fyrir efri stig grunnskóla.Skipulagði og fjármagnaði hóp öfgamanna Vitað er að Abu Oud hafi verið í samskiptum við Mehdi Nemmouche franskan, íslamskan öfgamann af alsírskum uppruna, sem drap fjóra í árás á Gyðingasafninu í Brussel í maí 2014. Belgísk yfirvöld hafa haft Abu Oud grunaðan um að hafa skipulagt og fjármagnað hóp íslamskra öfgamanna sem starfaði í Verviers í austurhluta Belgíu, en hópurinn var leystur upp í janúar eftir að lögregla réðst til atlögu gegn honum. Tveir menn voru drepnir – hinn 23 ára Khalid Ben Larbi og hinn 26 ára Soufiane Amghar.Vísir/EPAFjallað var um átökin í Verviers í Dabiq, ensku fréttariti ISIS-samtakanna, í febrúar þar sem Abu Oud sagðist hafa haldið frá Sýrlandi til Belgíu ásamt hinum föllnu til að skipuleggja árásir. Stærði hann af því að hafa komist undan lögreglu.Á farartæki með limlest lík í eftirdragi Í áróðursmyndbandi ISIS frá síðasta ári mátti sjá Abu Oud á farartæki með limlest lík í eftirdragi. Segir að hann hafi verið svo trúr baráttunni að hann hafi sannfært þrettán ára bróður sinn um að ganga til liðs við ISIS. Þá segir að Abu Oud hafi einnig verið bendlaður við misheppnaða hryðjuverkaárás í franskri lest þar sem byssumaðurinn Ayoub El-Khazzani var yfirbugaður af farþegum um borð.
Tengdar fréttir Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00 Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn. 19. nóvember 2015 09:43 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00
Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38
Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28
Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn. 19. nóvember 2015 09:43