Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Atli ísleifsson skrifar 19. nóvember 2015 13:23 Hinn 27 ára Abu Oud var samverkamaður Salah Abdeslam sem er enn á flótta. Vísir/EPA Saksóknari í Frakklandi staðfesti fyrr í dag að Abdel-Hamid Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu á íbúð í hverfinu St-Denis í gærdag. Abu Oud er sagður hafa verið höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í París á föstudaginn þar sem 129 féllu. Abu Oud var Belgi af marokkóskum uppruna sem ólst upp í úthverfi Brusselborgar, Molenbeek. Hann bjó á heimili með fimm systkinum og starfrækti faðir hans verslun. Í frétt New York Times segir að fjölskyldan hafi ekki verið fátæk og að sögn eldri systur hans á hann ekki hafa sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga.Í grein BBC um Abu Oud kemur fram að innflytjendur séu í meirihluta í hverfinu Molenbeek, íbúðir yfirfullar og atvinnuleysi mikið. Sérstaklega hátt hlutfall Belga hafa lagt leið sína til Íraks og Sýrlands til að ganga til liðs til ISIS, borið saman við önnur aðildarríki ESB. Hinn 27 ára Abu Oud var samverkamaður Salah Abdeslam sem er enn á flótta, en bróðir Abdeslam, Brahim, var einn þeirra sem sprengdu sjálfan sig í loft upp í árásum föstudagsins. Abu Oud var ásamt Abdeslam dæmdur til fangelsisvistar í Belgíu árið 2010 fyrir vopnað rán.Vísir/EPATil liðs við ISIS árið 2013Maðurinn gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS snemma árs 2013 og hefur hann einnig gengið undir nafninu Abu Umar al-Baljiki. Samtökin greindu frá því fyrr á árinu að hann væri í Sýrlandi, ef til vill til að villa fyrir lögreglu í Evrópu í kjölfar árásanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar síðastliðinn. Í grein BBC kemur fram að ekki liggi fyrir hvenær Abu Oud hafi orðið róttækur í skoðunum sínum, en AP greinir frá því að hann gengi gengið í Saint-Pierre d'Uccle – einn af betri skólum Belgiu fyrir efri stig grunnskóla.Skipulagði og fjármagnaði hóp öfgamanna Vitað er að Abu Oud hafi verið í samskiptum við Mehdi Nemmouche franskan, íslamskan öfgamann af alsírskum uppruna, sem drap fjóra í árás á Gyðingasafninu í Brussel í maí 2014. Belgísk yfirvöld hafa haft Abu Oud grunaðan um að hafa skipulagt og fjármagnað hóp íslamskra öfgamanna sem starfaði í Verviers í austurhluta Belgíu, en hópurinn var leystur upp í janúar eftir að lögregla réðst til atlögu gegn honum. Tveir menn voru drepnir – hinn 23 ára Khalid Ben Larbi og hinn 26 ára Soufiane Amghar.Vísir/EPAFjallað var um átökin í Verviers í Dabiq, ensku fréttariti ISIS-samtakanna, í febrúar þar sem Abu Oud sagðist hafa haldið frá Sýrlandi til Belgíu ásamt hinum föllnu til að skipuleggja árásir. Stærði hann af því að hafa komist undan lögreglu.Á farartæki með limlest lík í eftirdragi Í áróðursmyndbandi ISIS frá síðasta ári mátti sjá Abu Oud á farartæki með limlest lík í eftirdragi. Segir að hann hafi verið svo trúr baráttunni að hann hafi sannfært þrettán ára bróður sinn um að ganga til liðs við ISIS. Þá segir að Abu Oud hafi einnig verið bendlaður við misheppnaða hryðjuverkaárás í franskri lest þar sem byssumaðurinn Ayoub El-Khazzani var yfirbugaður af farþegum um borð. Tengdar fréttir Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00 Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn. 19. nóvember 2015 09:43 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Saksóknari í Frakklandi staðfesti fyrr í dag að Abdel-Hamid Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu á íbúð í hverfinu St-Denis í gærdag. Abu Oud er sagður hafa verið höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í París á föstudaginn þar sem 129 féllu. Abu Oud var Belgi af marokkóskum uppruna sem ólst upp í úthverfi Brusselborgar, Molenbeek. Hann bjó á heimili með fimm systkinum og starfrækti faðir hans verslun. Í frétt New York Times segir að fjölskyldan hafi ekki verið fátæk og að sögn eldri systur hans á hann ekki hafa sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga.Í grein BBC um Abu Oud kemur fram að innflytjendur séu í meirihluta í hverfinu Molenbeek, íbúðir yfirfullar og atvinnuleysi mikið. Sérstaklega hátt hlutfall Belga hafa lagt leið sína til Íraks og Sýrlands til að ganga til liðs til ISIS, borið saman við önnur aðildarríki ESB. Hinn 27 ára Abu Oud var samverkamaður Salah Abdeslam sem er enn á flótta, en bróðir Abdeslam, Brahim, var einn þeirra sem sprengdu sjálfan sig í loft upp í árásum föstudagsins. Abu Oud var ásamt Abdeslam dæmdur til fangelsisvistar í Belgíu árið 2010 fyrir vopnað rán.Vísir/EPATil liðs við ISIS árið 2013Maðurinn gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS snemma árs 2013 og hefur hann einnig gengið undir nafninu Abu Umar al-Baljiki. Samtökin greindu frá því fyrr á árinu að hann væri í Sýrlandi, ef til vill til að villa fyrir lögreglu í Evrópu í kjölfar árásanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar síðastliðinn. Í grein BBC kemur fram að ekki liggi fyrir hvenær Abu Oud hafi orðið róttækur í skoðunum sínum, en AP greinir frá því að hann gengi gengið í Saint-Pierre d'Uccle – einn af betri skólum Belgiu fyrir efri stig grunnskóla.Skipulagði og fjármagnaði hóp öfgamanna Vitað er að Abu Oud hafi verið í samskiptum við Mehdi Nemmouche franskan, íslamskan öfgamann af alsírskum uppruna, sem drap fjóra í árás á Gyðingasafninu í Brussel í maí 2014. Belgísk yfirvöld hafa haft Abu Oud grunaðan um að hafa skipulagt og fjármagnað hóp íslamskra öfgamanna sem starfaði í Verviers í austurhluta Belgíu, en hópurinn var leystur upp í janúar eftir að lögregla réðst til atlögu gegn honum. Tveir menn voru drepnir – hinn 23 ára Khalid Ben Larbi og hinn 26 ára Soufiane Amghar.Vísir/EPAFjallað var um átökin í Verviers í Dabiq, ensku fréttariti ISIS-samtakanna, í febrúar þar sem Abu Oud sagðist hafa haldið frá Sýrlandi til Belgíu ásamt hinum föllnu til að skipuleggja árásir. Stærði hann af því að hafa komist undan lögreglu.Á farartæki með limlest lík í eftirdragi Í áróðursmyndbandi ISIS frá síðasta ári mátti sjá Abu Oud á farartæki með limlest lík í eftirdragi. Segir að hann hafi verið svo trúr baráttunni að hann hafi sannfært þrettán ára bróður sinn um að ganga til liðs við ISIS. Þá segir að Abu Oud hafi einnig verið bendlaður við misheppnaða hryðjuverkaárás í franskri lest þar sem byssumaðurinn Ayoub El-Khazzani var yfirbugaður af farþegum um borð.
Tengdar fréttir Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00 Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn. 19. nóvember 2015 09:43 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Sjö voru handteknir og þrír féllu í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í París í gær. Fólkið í íbúðinni sagt hafa verið að undirbúa hryðjuverk í fjármálahverfinu La Défense. 19. nóvember 2015 07:00
Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38
Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28
Hryðjuverkin í París: Valls segir hættu á efnavopnaárás hryðjuverkamanna Ríkislögreglustjóri Frakklands vill heimila lögreglumönnum sem ekki eru á vakt að bera vopn. 19. nóvember 2015 09:43