Segir ekki of seint fyrir Rússa að bjarga ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 13:30 Dick Pound, fyrrum formaður WADA og skýrsluhöfundur um misferli Rússa. Vísir/Getty Dick Pound, fyrrum formaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, segir að það ætti að vera auðvelt fyrir Rússa að gera þær lagfæringar sem þörf er á til að geta keppt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Aðeins níu mánuðir eru í leikana en rússneskir frjálsíþróttamenn voru nýverið dæmdir í alhliða bann frá öllum alþjóðlegum keppnum fyrir stórfellda og kerfisbundna lyfjamisnotkun. Pound fór fyrir skýrslunefnd sem rannsakaði brot Rússa og tilkynnti niðurstöður sínar fyrr í mánuðinum. „Rússland byggði Sochi [fyrir Vetrarólympíuleikana 2014] á sjö mánuðum þannig að þetta ætti að vera barnaleikur fyrir þá,“ sagði Pound í viðtali við Reuters.Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússar vörðu 51 milljarði Bandaríkjadala að gerbreyta Sochi og byggja upp alla þá aðstöðu sem þörf var fyrir vegna Vetrarólympíuleikanna í fyrra. Pound segir að stjórnvöld verði að bregðast skjótt við. Sjá þarf til þess að lyfjaeftirlitsstofnun Rússlands verði óháð og þjálfunaraðferðir gömlu Sovétríkjanna verði aflagðar. „Ég held að níu mánuðir séu of skammur tími til að breyta þeirri menningu og hugarfari sem hefur verið ríkjandi en það er ýmislegt hægt að gera á þeim tíma sem hefur sömu niðurstöðu.“Sjá einnig: Rússar verði settir í bann Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur tilkynnt að fimm manna rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að fylgjast með enduruppbyggingu rússneska lyfjaeftirlitskerfisins. Rune Andersen, Norðmaður sem er í forsvari fyrir nefndina, segir ómögulegt að segja hversu langan tíma það muni taka. Leikarnir í Ríó hefjast þann 5. ágúst. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30 Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00 Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Dick Pound, fyrrum formaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, segir að það ætti að vera auðvelt fyrir Rússa að gera þær lagfæringar sem þörf er á til að geta keppt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Aðeins níu mánuðir eru í leikana en rússneskir frjálsíþróttamenn voru nýverið dæmdir í alhliða bann frá öllum alþjóðlegum keppnum fyrir stórfellda og kerfisbundna lyfjamisnotkun. Pound fór fyrir skýrslunefnd sem rannsakaði brot Rússa og tilkynnti niðurstöður sínar fyrr í mánuðinum. „Rússland byggði Sochi [fyrir Vetrarólympíuleikana 2014] á sjö mánuðum þannig að þetta ætti að vera barnaleikur fyrir þá,“ sagði Pound í viðtali við Reuters.Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússar vörðu 51 milljarði Bandaríkjadala að gerbreyta Sochi og byggja upp alla þá aðstöðu sem þörf var fyrir vegna Vetrarólympíuleikanna í fyrra. Pound segir að stjórnvöld verði að bregðast skjótt við. Sjá þarf til þess að lyfjaeftirlitsstofnun Rússlands verði óháð og þjálfunaraðferðir gömlu Sovétríkjanna verði aflagðar. „Ég held að níu mánuðir séu of skammur tími til að breyta þeirri menningu og hugarfari sem hefur verið ríkjandi en það er ýmislegt hægt að gera á þeim tíma sem hefur sömu niðurstöðu.“Sjá einnig: Rússar verði settir í bann Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur tilkynnt að fimm manna rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að fylgjast með enduruppbyggingu rússneska lyfjaeftirlitskerfisins. Rune Andersen, Norðmaður sem er í forsvari fyrir nefndina, segir ómögulegt að segja hversu langan tíma það muni taka. Leikarnir í Ríó hefjast þann 5. ágúst.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30 Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00 Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15
Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00
Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11
Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30
Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00
Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04