Kvikur bankamarkaður stjórnarmaðurinn skrifar 18. nóvember 2015 11:00 Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00