Andri Freyr rauk út úr stúdíóinu og skellti á eftir sér Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2015 11:52 Guðrún Sóley hrærði svo upp í reynsluboltanum Andra að hann missti sig í beinni útsendingu. Þeim Andra Frey Viðarssyni og Guðrúnu Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarmönnum á Rás 2, lenti harkalega saman í beinni útsendingu í gær. Fastur liður í morgunþætti Rásar 2 er sá að Andri Freyr komi undir lok þáttar og kynni það sem er í Virkum morgnum, þætti hans sem tekur við. Útvarpshlustendum brá nokkuð í brún, enda ekki vanir átökum af þessu tagi í sjálfu ríkisútvarpinu en afar grunnt virtist á því góða milli hans og svo Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur sem hafði umsjá með morgunþættinum ásamt Jóni Þór Helgasyni. Þeim samskiptum lauk með því að Andri Freyr rauk út úr útsendingu í fússi. Rígurinn snerist um tónlistarsmekk og svo lífsstílsblogg Andra Freys, en hann furðaði sig á því að Guðrúnu Sóley þætti það svona fyndið. Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá hjá Andra Frey, spurði Guðrún Sóley hvort ætti að breyta eitthvað til, hafa eitthvað skemmtilegt, tók Andri Freyr því óstinnt upp: „Þú ert svo leiðinleg að ég nenni ekki að koma hérna lengur.“ Og við svo búið rauk hann út eftir skammvinnar orðahnippingar. Samkvæmt heimildum Vísis var haldinn hálfgildings neyðarfundur um samstarfsörðugleika milli dagskrárgerðarmanna á Rás 2 en Guðrún Sóley vísar því alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Neinei, þetta var svo agnarsmátt að engin ástæða var til að funda um þetta,“ segir Guðrún Sóley og segir þetta storm í vatnsglasi. „Þetta var allt á ljúfu nótunum.“ En, það getur nú fokið í Austfirðinginn? „Já er það? Nei, hann Andri er svo ljúfur,“ segir Guðrún Sóley og vill meina að þeirra samskipti hafi verið í hinu mesta gríni, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hún segir að þetta hafi verið til þess eins fallið að skerpa á kærleikanum þeirra á milli.Hér má hlusta á umrædda rimmuna sem er undir lok þáttar, 1:28:00, og ef þetta er grín verður að segjast að þau Guðrún Sóley og Andri Freyr sýna þarna leikhæfileika svo af ber. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Þeim Andra Frey Viðarssyni og Guðrúnu Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarmönnum á Rás 2, lenti harkalega saman í beinni útsendingu í gær. Fastur liður í morgunþætti Rásar 2 er sá að Andri Freyr komi undir lok þáttar og kynni það sem er í Virkum morgnum, þætti hans sem tekur við. Útvarpshlustendum brá nokkuð í brún, enda ekki vanir átökum af þessu tagi í sjálfu ríkisútvarpinu en afar grunnt virtist á því góða milli hans og svo Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur sem hafði umsjá með morgunþættinum ásamt Jóni Þór Helgasyni. Þeim samskiptum lauk með því að Andri Freyr rauk út úr útsendingu í fússi. Rígurinn snerist um tónlistarsmekk og svo lífsstílsblogg Andra Freys, en hann furðaði sig á því að Guðrúnu Sóley þætti það svona fyndið. Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá hjá Andra Frey, spurði Guðrún Sóley hvort ætti að breyta eitthvað til, hafa eitthvað skemmtilegt, tók Andri Freyr því óstinnt upp: „Þú ert svo leiðinleg að ég nenni ekki að koma hérna lengur.“ Og við svo búið rauk hann út eftir skammvinnar orðahnippingar. Samkvæmt heimildum Vísis var haldinn hálfgildings neyðarfundur um samstarfsörðugleika milli dagskrárgerðarmanna á Rás 2 en Guðrún Sóley vísar því alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Neinei, þetta var svo agnarsmátt að engin ástæða var til að funda um þetta,“ segir Guðrún Sóley og segir þetta storm í vatnsglasi. „Þetta var allt á ljúfu nótunum.“ En, það getur nú fokið í Austfirðinginn? „Já er það? Nei, hann Andri er svo ljúfur,“ segir Guðrún Sóley og vill meina að þeirra samskipti hafi verið í hinu mesta gríni, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hún segir að þetta hafi verið til þess eins fallið að skerpa á kærleikanum þeirra á milli.Hér má hlusta á umrædda rimmuna sem er undir lok þáttar, 1:28:00, og ef þetta er grín verður að segjast að þau Guðrún Sóley og Andri Freyr sýna þarna leikhæfileika svo af ber.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira