Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 11:30 Birkir Bjarnason spilaði fyrri hálfleikinn gegn Póllandi en eftir hann var Ísland 1-0 yfir. vísir/adam jasztrebowski Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Slóvakíu í vináttuleik í Zilina klukkan 19.45 í kvöld, en þetta verður síðasti leikur strákanna okkar á árinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland tapaði fyrir Póllandi, 4-2, á föstudagskvöldið, en Slóvakar, líkt og við og Pólverjar, eru búnir að tryggja sér farseðilinn á EM 2016.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, eru að nýta þessa tvo vináttuleiki til að gefa nýjum mönnum og þeim sem minna hafa spilað tækifæri. Það mátti greina á leik liðsins í seinni hálfleik gegn Póllandi þar sem strákarnir fengu á sig fjögur mörk. Þetta segir Heimir vera fórnarkostnað við að prófa nýja menn. „Skiljanlega hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik. Það er ósanngjarnt að halda að einhver geti hoppað inn í svona taktík og spilað gallalausan leik. Það voru ákveðnir þættir samt sem voru ekki góðri gegn Póllandi og við erum búnir að fara yfir þá. Við erum að reyna að koma þessum strákum inn í það sem við erum að gera,“ segir Heimir í samtali við Vísi.Einn nýliði var í byrjunarliðinu gegn Póllandi.vísir/adam jasztrebowskiVarnarleikur eru okkar leið Sóknarleikurinn gegn Póllandi var að stórum hluta mjög góður. Íslenska liðið skoraði tvö mörk og þau hefðu svo sannarlega getað verið fleiri. Aftur á móti slitnaði mikið á milli í varnarleiknum. „Við lítum á það sem jákvæðan hlut að við sköpuðum nokkuð mörg góð færi en á kostnað þess gáfum við svæði sem Pólverjarnir nýttu sér. Þeir sköpuðu sér fleiri færi og nýttu þau. Við þurfum að finna einhvern meðalveg á milli þess að opna okkur of mikið en búa samt til færi,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París „Það verður allt að vera í lagi hjá íslenska landsliðinu ef það ætlar að vinna lið eins og Pólland. Við verðum að vera skipulagðir og spila sterkan varnarleik. Við getum ekki farið svona „all in“ gegn liði eins og Pólverjum með öll sín einstaklingsgæði. Þeir eru vanir því að skora mörk og munu alltaf gera það ef þeir fá svona pláss.“ „Okkar leið er að spila góðan varnarleik og ein ástæða þess að okkur gengur svona vel er að við höfum haldið saman liðinu þar sem leikmennirnir þekkja vel inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir nýja leikmenn að koma inn í skipulagið,“ segir Heimir.Lars og Heimir eru að reyna að stækka hópinn fyrir EM.vísir/adam jasztrebowskiErfitt að hvetja menn fyrir vináttuleik Leikmönnum íslenska liðsins hefur verið tíðrætt um að halda í sigurhefðina og koma á skriði inn á Evrópumótið. Minna hefur farið fyrir sigurleikjum undanfarið, en liðið vann ekki í síðustu þremur leikjum undankeppninnar og tapaði svo fyrir Pólverjum á föstudagskvöldið. Þessi hrina kom þó eftir að strákarnir okkar voru búnir að tryggja sér farseðilinn á stórmót í fyrsta sinn og því minna undir. Þegar allt var undir lögðu þeir Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar svo dæmi megi nefna.Sjá einnig:Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM „Persónulega hef ég engar áhyggjur af þessum tapleikjum. Þetta eru ekki leikirnir sem skipta mestu máli. Íslenska landsliðið hefur aldrei spilað svona leiki sem skipta engu máli þannig séð,“ segir Heimir. „Við getum farið í einhvern pollýönnuleik og bent á að við erum búnir að tryggja okkur á EM. Það hefur verið svolítið skrítið að fá liðið upp á tærnar fyrir þessa leiki þegar það er komið í lokakeppnina. Það er erfitt að hvetja menn upp í vináttuleik því þeir vita alveg hvað skiptir meira máli.“ „Við erum samt að stimpla inn í menn að spila vináttuleikina líka eins vel og við getum. Við erum að reyna að gera ákveðna hluti og sumir þeirra eru að takast þó sigrarnir hafa ekki dottið inn. Leikurinn gegn Tyrklandi var til dæmis góður og fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi. Á endanum var fórnarkostnaðurinn þar of mikill,“ segir Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá vináttuleiki gegn jafn sterkum þjóðum og Póllandi og Slóvakíu. 16. nóvember 2015 15:15 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Slóvakíu í vináttuleik í Zilina klukkan 19.45 í kvöld, en þetta verður síðasti leikur strákanna okkar á árinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland tapaði fyrir Póllandi, 4-2, á föstudagskvöldið, en Slóvakar, líkt og við og Pólverjar, eru búnir að tryggja sér farseðilinn á EM 2016.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, eru að nýta þessa tvo vináttuleiki til að gefa nýjum mönnum og þeim sem minna hafa spilað tækifæri. Það mátti greina á leik liðsins í seinni hálfleik gegn Póllandi þar sem strákarnir fengu á sig fjögur mörk. Þetta segir Heimir vera fórnarkostnað við að prófa nýja menn. „Skiljanlega hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik. Það er ósanngjarnt að halda að einhver geti hoppað inn í svona taktík og spilað gallalausan leik. Það voru ákveðnir þættir samt sem voru ekki góðri gegn Póllandi og við erum búnir að fara yfir þá. Við erum að reyna að koma þessum strákum inn í það sem við erum að gera,“ segir Heimir í samtali við Vísi.Einn nýliði var í byrjunarliðinu gegn Póllandi.vísir/adam jasztrebowskiVarnarleikur eru okkar leið Sóknarleikurinn gegn Póllandi var að stórum hluta mjög góður. Íslenska liðið skoraði tvö mörk og þau hefðu svo sannarlega getað verið fleiri. Aftur á móti slitnaði mikið á milli í varnarleiknum. „Við lítum á það sem jákvæðan hlut að við sköpuðum nokkuð mörg góð færi en á kostnað þess gáfum við svæði sem Pólverjarnir nýttu sér. Þeir sköpuðu sér fleiri færi og nýttu þau. Við þurfum að finna einhvern meðalveg á milli þess að opna okkur of mikið en búa samt til færi,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París „Það verður allt að vera í lagi hjá íslenska landsliðinu ef það ætlar að vinna lið eins og Pólland. Við verðum að vera skipulagðir og spila sterkan varnarleik. Við getum ekki farið svona „all in“ gegn liði eins og Pólverjum með öll sín einstaklingsgæði. Þeir eru vanir því að skora mörk og munu alltaf gera það ef þeir fá svona pláss.“ „Okkar leið er að spila góðan varnarleik og ein ástæða þess að okkur gengur svona vel er að við höfum haldið saman liðinu þar sem leikmennirnir þekkja vel inn á hvorn annan. Það tekur tíma fyrir nýja leikmenn að koma inn í skipulagið,“ segir Heimir.Lars og Heimir eru að reyna að stækka hópinn fyrir EM.vísir/adam jasztrebowskiErfitt að hvetja menn fyrir vináttuleik Leikmönnum íslenska liðsins hefur verið tíðrætt um að halda í sigurhefðina og koma á skriði inn á Evrópumótið. Minna hefur farið fyrir sigurleikjum undanfarið, en liðið vann ekki í síðustu þremur leikjum undankeppninnar og tapaði svo fyrir Pólverjum á föstudagskvöldið. Þessi hrina kom þó eftir að strákarnir okkar voru búnir að tryggja sér farseðilinn á stórmót í fyrsta sinn og því minna undir. Þegar allt var undir lögðu þeir Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar svo dæmi megi nefna.Sjá einnig:Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM „Persónulega hef ég engar áhyggjur af þessum tapleikjum. Þetta eru ekki leikirnir sem skipta mestu máli. Íslenska landsliðið hefur aldrei spilað svona leiki sem skipta engu máli þannig séð,“ segir Heimir. „Við getum farið í einhvern pollýönnuleik og bent á að við erum búnir að tryggja okkur á EM. Það hefur verið svolítið skrítið að fá liðið upp á tærnar fyrir þessa leiki þegar það er komið í lokakeppnina. Það er erfitt að hvetja menn upp í vináttuleik því þeir vita alveg hvað skiptir meira máli.“ „Við erum samt að stimpla inn í menn að spila vináttuleikina líka eins vel og við getum. Við erum að reyna að gera ákveðna hluti og sumir þeirra eru að takast þó sigrarnir hafa ekki dottið inn. Leikurinn gegn Tyrklandi var til dæmis góður og fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi. Á endanum var fórnarkostnaðurinn þar of mikill,“ segir Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá vináttuleiki gegn jafn sterkum þjóðum og Póllandi og Slóvakíu. 16. nóvember 2015 15:15 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá vináttuleiki gegn jafn sterkum þjóðum og Póllandi og Slóvakíu. 16. nóvember 2015 15:15
Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00