
Hverja óttumst við?
„Það er enn hægt að stöðva þessa þróun á Íslandi !!!!
Fyrsta skrefið er að tala opinskátt og láta ekki íslenska Political Correct fasismann hræða sig frá því að kalla hlutum réttum nöfnum !!!!“
Skiljanlega hófust margir handa við hreingerningar á sínum samfélagsmiðlum og eyddu út nýbirtum og vafasömum djammtístum, enda almennt skynsamlegt að segja aðeins það sem er við hæfi á slíkum skelfingartímum.
Þrátt fyrir það birtist okkur fjöldi færslna sem voru umtalsvert meira óviðeigandi en léttvæg djammtíst, sem fjölmiðlar þurftu beinlínis að ritskoða. Ég man og fann það sjálfur að hörmungum loknum, þegar ég lagðist loks á koddann minn, að ég óttaðist ekki fleiri hryðjuverk komandi daga, heldur röng viðbrögð þeirra sem ala á fordómum og einangrun.
Þó stærstur hluti þjóðarinnar hafi fundið til með fórnarlömbum miskunnarlausra árása var, því miður, allt of stór hópur fólks sem vildi ekkert annað sjá en hörmulegar lausnir við röngum vanda.
„hvenar á að fara útrýma þessum islam viðbjóði? já það er þannig að þettar rusl sem stóð af þessu helvítis ógeðis múslimar“
Sökudólgarnir, að þeirra mati, voru fórnarlömbin.
Þessi pistill er ætlaður þeim sem sjá stöðuna svona. Til þeirra sem hringja reglulega inn á Útvarp Sögu í leit að samþykki fyrir sínum vanhugsuðu skoðunum. Sem sjá ástæðu til að loka dyrunum á þá sem síst skyldi. Einmitt þá sem flýja hörmungar hryðjuverkamanna.
„er þetta ekki málið fyri þig og þinn miðbæ?rotta?“
Það er mér algjör skelfing að margir Íslendingar hugsi svona. Að það sé þeim svo óskiljanlegt að flóttafólk séu þau sem flýja það fólk sem framkvæmir þessar skelfilegu árásir. Það er ekkert samasem merki að finna, en þó er auðvelt fyrir marga í kringum okkur að búa það til úr engu.
Viðvörunarbjöllunum hefur verið hringt og við sjáum ljósið smám saman dofna sem leiddi hina upplýstu Evrópu. Það eru ekki innflytjendur sem breiða yfir birtuna og leiða okkur á myrkar brautir, heldur þeir sem úthýsa þeim. Evrópa finnur sig á sömu braut og áður leiddi okkur til heimsstyrjalda.
„Hvað sem þessi skrímsli gera munu því miður margir vitgrannir Íslendingar halda uppi vörnum fyrir þau og kalla okkur sem höfum eitthvað við þetta að athuga “rasista”“
Flóðbylgja fordóma og einangrunasinna skellur á okkur öllum. Því er rík ástæða til að opna augun og binda enda á þetta ástand áður en það færir okkur aftur á þann upphafspunkt sem tók okkur nærri öld að vinna okkur frá.
Við eigum ekki að þurfa að eyða kröftum okkar í að hneykslast út í hvort annað. Því það er einmitt sú gildra sem hryðjuverkamenn leggja fyrir okkur. Þeir vilja sjá okkur sundruð frekar en sameinuð í því að taka á móti flóttamönnum, sem eru jafn andsnúnir hryðjuverkamönnunum og við.
„Já hvað stendur aftur til að taka á móti mörgum frá Sýrlandi? 55 eða 555? Verður frábært hér eftir svona 5 ár. Komin moska og nóg af liði til að hlusta á boðskapinn þaðan. Boðskap um dauða yfir samkynhneigðum, konum, kristnum ofl ofl.“
Samfélagið okkar er á slæmum stað þegar við förum að sofa og óttumst ekki fyrst og fremst árásir á fleiri fórnarlömb, heldur einnig viðbrögð samborgara okkar, sem ala aðeins á því hatri sem knýr hryðjuverkaógnina áfram. Satt að segja veit líklega enginn um eina rétta lausn við þessum vanda okkar. Ég leyfi mér þó að fullyrða að það eina sem fær fáfræði, fordóma og tilheyrandi voðaverk stöðvuð sé upplýstari, opnari og frjálsari heimur. Hann byrjar hér.
Skoðun

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar