Innlent

Allar kennsluvélar Flugskólans fara í ítarlega skoðun

Atli Ísleifsson skrifar
Skoðunin á kennsluvélum skólans verður í höndum þriðja aðila.
Skoðunin á kennsluvélum skólans verður í höndum þriðja aðila. Vísir/Ernir
Allar kennsluvélar Flugskóla Íslands munu fara í ítarlega skoðun áður en þeim er flogið á ný. Ákvörðunin er tekin í kjölfar hins hörmulega slyss sem varð á fimmtudaginn þar sem tveir menn létust.

Í tilkynningu frá Flugskóla Íslands segir að ákvörðunin sé tekin til að gæta fyllsta öryggis þó að enn liggi ekkert fyrir um orsakir slyssins. Skoðunin verður í höndum þriðja aðila.

„Skólinn hefur ávallt fylgt ýtrustu kröfum í flugrekstri ásamt þeim gæðakröfum sem gerðar eru til flugreksturs og samþykktum stöðlum EASA, flugöryggisstofnunar Evrópu. Öll svið flugrekstursins eru tekin út árlega af yfirvöldum og innra gæðakerfi.

Þrátt fyrir að engin tilmæli hafi borist frá yfirvöldum eða framleiðendum vélanna hafa stjórnendur skólans, í samráði við tæknistjóra hans, ákveðið að allar kennsluflugvélar Flugskóla Íslands fari í ítarlega skoðun áður en þeim er flogið á ný,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×