Skammt utan við leikvanginn sprungu tvær sprengjur sem fjölmiðlar ytra segja vera sjálfsmorðsárásir þó heimildir um það séu enn á reiki í morgunsárið.
Sjá einnig: Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París
Eftir að leik Frakka og Þjóðverja lauk var áhorfendum sagt að yfirgefa völlinn en þeir voru ekki á þeim buxunum heldur þustu á völlinn meðan staðan fyrir utan völlinn var óörugg.
Þar héldu þeir kyrru fyrir meðan gengið var úr skugga um að hættan væri gengin hjá. Mikil sorg ríkt á staðnum og samhugurinn mikill. Það endurspeglaðist í samsöngnum sem braust út þegar áhorfendur yfirgáfu loks leikvanginn.
Stuðningsmenn Frakklands, jafnt sem Þýskalands, tóku þá upp á því að syngja franska þjóðsönginn hástöfum, La Marseillaise, og endurómaði söngurinn um ganga leikvangsins.
Sönginn má sjá hér að neðan.