Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða verða í Berufirði og Fáskrúðsfirði. mynd/fiskeldi Austfjarða Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira