Viðskipti innlent

Kevin Stanford vill 109 milljarða frá Kaupþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kevin Stanford fjárfestir.
Kevin Stanford fjárfestir.
Kevin Stanford, fyrrverandi eiginmaður Karen Millen, hefur stefnt slitabúi Kaupþings og krefst 545 milljóna punda eða um 109 milljarða króna. Hann telur að krafan eigi að vera forgangskrafa í samræmi við 110 greinar laga n1. 21/1991.

Í tilkynningu á vef Kaupþings segir að slitastjórnin sé að skoða stefnuna en hafi ekki tekið neina afstöðu til hennar. Ekki er greint frá því á vef slitastjórnarinnar á hverju Stanford byggir kröfu sína.

Kevin Stanford var stór hluthafi í Kaupþingi fyrir bankahrun. Hann var líka stór lántaki hjá bankanum og skuldaði honum 450 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×