Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2015 12:19 Frá björgunarstarfi í gær. Vísir/Ernir Mennirnir tveir sem fórust í flugslysi suður af Hafnarfirði í gær voru báðir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugskóla Íslands en þar kemur fram að tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Samkvæmt flugáætlun var áætlaður brottfarartími vélarinnar kl. 13:45. Hún fór í loftið um kl. 14 og áætlað var að lenda aftur á Reykjavíkurflugvelli upp úr kl. 14:30. Flugskólinn segir flugmennina hafa verið í samskiptum við flugumferðarstjórn í Reykjavík. Byrjuðu þeir á að taka nokkrar snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli og fóru svo á hefðbundið æfingasvæði suður af Hafnarfirði. Neyðarsendir fer svo í gang og þá hóf flugumferðarstjórn í Reykjavík strax að reyna að ná sambandi við vélina. Þegar ekkert svar berst frá flugvélinni var björgunarlið kallað út. Flugskóla Íslands var tilkynnt um óvissuástand af flugumferðarstjórn og að ekki næðist samband við flugvélina. Í kjölfar þess var viðbragðsáætlun skólans vegna flugslysa virkjuð. Flugvélin var ein af fimm samskonar vélum sem Flugskólinn rekur. Ein þeirra hefur verið í rekstri hjá skólanum frá því í febrúar 2014, tvær voru teknar í notkun í ágúst síðastliðnum og tvær nú í nóvember. Vélin sem brotlenti var önnur þeirra. Þessi tegund flugvéla hefur verið í notkun frá árinu 2004 og eru þær í rekstri víða um heim. Flugskólinn vinnur nú með lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa að því að upplýsa um orsakir slyssins. Er hugur allra er hjá aðstandendum flugmannanna, að því er fram kemur í tilkynningunni en öllu skólastarfi Tækniskólans hefur verið aflýst í dag. Öll flugkennsla á vegum Flugskóla Íslands fellur auk þess niður fram yfir helgi af virðingu við hina látnu og aðstandendur þeirra. Þá hefur Flugskólinn kallað starfsmenn og nemendur skólans saman í samstarfi við Rauða kross Íslands síðar í dag. Þar verður þeim veittur stuðningur og upplýsingar. Enn fremur hefur skólinn boðað til opinnar samverustundar í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 15. nóvember kl. 17. Upplýsingar um vélina: Tegund: Tecnam P2002JF Gerð: 2 sæta Einkennisstafir: TF-IFC Skráningarnúmer: 1126 Árgerð: 2015 Raðnúmer: 265 Tekin í notkun: 6.11.2015 Tegund hreyfils: ROTAX 912 S2 Síðasta skoðun: Tekin inn ný í nóvember 2015 Heildarflugtími flugvélar: 16,2 tímar Eigandi: Flugtak ehf. Umráðandi og rekstraraðili: Flugskóli Íslands ehf. Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Mennirnir tveir sem fórust í flugslysi suður af Hafnarfirði í gær voru báðir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flugskóla Íslands en þar kemur fram að tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Samkvæmt flugáætlun var áætlaður brottfarartími vélarinnar kl. 13:45. Hún fór í loftið um kl. 14 og áætlað var að lenda aftur á Reykjavíkurflugvelli upp úr kl. 14:30. Flugskólinn segir flugmennina hafa verið í samskiptum við flugumferðarstjórn í Reykjavík. Byrjuðu þeir á að taka nokkrar snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli og fóru svo á hefðbundið æfingasvæði suður af Hafnarfirði. Neyðarsendir fer svo í gang og þá hóf flugumferðarstjórn í Reykjavík strax að reyna að ná sambandi við vélina. Þegar ekkert svar berst frá flugvélinni var björgunarlið kallað út. Flugskóla Íslands var tilkynnt um óvissuástand af flugumferðarstjórn og að ekki næðist samband við flugvélina. Í kjölfar þess var viðbragðsáætlun skólans vegna flugslysa virkjuð. Flugvélin var ein af fimm samskonar vélum sem Flugskólinn rekur. Ein þeirra hefur verið í rekstri hjá skólanum frá því í febrúar 2014, tvær voru teknar í notkun í ágúst síðastliðnum og tvær nú í nóvember. Vélin sem brotlenti var önnur þeirra. Þessi tegund flugvéla hefur verið í notkun frá árinu 2004 og eru þær í rekstri víða um heim. Flugskólinn vinnur nú með lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa að því að upplýsa um orsakir slyssins. Er hugur allra er hjá aðstandendum flugmannanna, að því er fram kemur í tilkynningunni en öllu skólastarfi Tækniskólans hefur verið aflýst í dag. Öll flugkennsla á vegum Flugskóla Íslands fellur auk þess niður fram yfir helgi af virðingu við hina látnu og aðstandendur þeirra. Þá hefur Flugskólinn kallað starfsmenn og nemendur skólans saman í samstarfi við Rauða kross Íslands síðar í dag. Þar verður þeim veittur stuðningur og upplýsingar. Enn fremur hefur skólinn boðað til opinnar samverustundar í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudaginn 15. nóvember kl. 17. Upplýsingar um vélina: Tegund: Tecnam P2002JF Gerð: 2 sæta Einkennisstafir: TF-IFC Skráningarnúmer: 1126 Árgerð: 2015 Raðnúmer: 265 Tekin í notkun: 6.11.2015 Tegund hreyfils: ROTAX 912 S2 Síðasta skoðun: Tekin inn ný í nóvember 2015 Heildarflugtími flugvélar: 16,2 tímar Eigandi: Flugtak ehf. Umráðandi og rekstraraðili: Flugskóli Íslands ehf.
Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46