Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2015 09:20 Rúnar Geir Guðjónsson stóði í ströngu að sitja fyrir á myndum í morgunsárið. Vísir/GVA Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. Þegar fréttamann Vísis bar að garði voru þrír í röð. „Ég var mættur hérna rétt fyrir sjö í morgun. Bara rétt áður en verslunarmiðstöðin opnaði, þannig við þurftum ekki að bíða úti í kuldanum,“ segir Rúnar Geir Guðjónsson, kleinuhringjaaðdáandi sem var fremstur í röðinni. Fjölmenni var þegar fyrsti Dunkin' Donuts staðurinn opnaði við Laugaveg og fengu færri gjafabréf en vildu. Rúnar Geir komst ekki þá og ætlaði því ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.Komst ekki síðast? „Nei ég var að vinna þá, sá eftir því að hafa ekki komist. Annars hefði ég mætt, þannig að ég gat ekki sleppt þessu,“ segir hann. „Ég er mikill aðdáandi og hefði ekkert á móti því að fá kassa af kleinuhringjum í heilt ár.“ En ætlarðu að gúffa sex hringjum í þig á föstudögum næsta árið? „Ætli þetta verði ekki tveir fyrir mig og svo fyrir restina af fjölskyldunni.“ „Ég bjóst við miklu fleirum. Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta,“ segir Rúnar Geir, frekar sáttur með að vera fyrstur, af þremur, í röðinni. Fljótlega upp úr níu lengdist þó röðin og voru sex í röðinni þegar þetta er skrifað klukkan 9:20. Staðurinn var opnaður klukkan 10. Tengdar fréttir Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. 31. ágúst 2015 07:55 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. Þegar fréttamann Vísis bar að garði voru þrír í röð. „Ég var mættur hérna rétt fyrir sjö í morgun. Bara rétt áður en verslunarmiðstöðin opnaði, þannig við þurftum ekki að bíða úti í kuldanum,“ segir Rúnar Geir Guðjónsson, kleinuhringjaaðdáandi sem var fremstur í röðinni. Fjölmenni var þegar fyrsti Dunkin' Donuts staðurinn opnaði við Laugaveg og fengu færri gjafabréf en vildu. Rúnar Geir komst ekki þá og ætlaði því ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.Komst ekki síðast? „Nei ég var að vinna þá, sá eftir því að hafa ekki komist. Annars hefði ég mætt, þannig að ég gat ekki sleppt þessu,“ segir hann. „Ég er mikill aðdáandi og hefði ekkert á móti því að fá kassa af kleinuhringjum í heilt ár.“ En ætlarðu að gúffa sex hringjum í þig á föstudögum næsta árið? „Ætli þetta verði ekki tveir fyrir mig og svo fyrir restina af fjölskyldunni.“ „Ég bjóst við miklu fleirum. Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta,“ segir Rúnar Geir, frekar sáttur með að vera fyrstur, af þremur, í röðinni. Fljótlega upp úr níu lengdist þó röðin og voru sex í röðinni þegar þetta er skrifað klukkan 9:20. Staðurinn var opnaður klukkan 10.
Tengdar fréttir Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. 31. ágúst 2015 07:55 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. 31. ágúst 2015 07:55
Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13