Danska úrvalsdeildarfélagið Svendborg Rabbits tilkynnti í kvöld að Craig Pedersen væri hættur sem þjálfari liðsins eftir þrettán ára dvöl hjá félaginu. Arnar Guðjónsson tekur við starfi hans hjá Svendborg.
Pedersen hættir til að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni, eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Enn fremur er fullyrt að Pedersen verði áfram landsliðsþjálfari Íslands og muni nú einbeita sér að því starfi.
Undir stjórn Pedersen komst Ísland á sitt fyrsta stórmót og mun Pedersen nú fá það verkefni að koma Íslandi á EM 2017. Eftir EM í haust var gagnkvæmur vilji hjá KKÍ og Pedersen að halda samstarfinu áfram.
Pedersen átti mikilli velgengni að fagna hjá Svendborg Rabbits en hann gerði liðið einu sinni að dönskum meisturum og þrívegis að bikarmeisturum.
Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersen hjá bæði Svendborg Rabbits og íslenska landsliðinu, verður nú aðalþjálfari danska liðsins.
Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
