Innlent

Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands

Jóhann Óli EIðsson skrifar
Lögregla og björgunarsveitarmenn að störfum í dag.
Lögregla og björgunarsveitarmenn að störfum í dag. vísir/ernir
Mennirnir tveir sem fórust í flugslysi suður af Hafnarfirði fyrr í dag voru báðir flugkennarar við Flugskóla Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skólanum. Hinir látnu voru á þrítugs- og fertugsaldri.

Kennarar og nemendur Flugskóla Íslands, sem og Tækniskólans sem flugskólinn tilheyrir, hafa verið látnir vita og þeim boðin áfallahjálp. Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður allt skólastarf á morgun vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og Tækniskólanum.

Að sögn Flugskólans er um hörmulegt slys að ræða og vottar hann aðstandendum hinna látnu sína dýpstu samúð.

Flugvélin sem fórst var af gerðinni Tecnam og var ein af þeim fimm nýju sem tekin var í notkun af skólanum fyrr í mánuðinum. Mun skólinn veita rannsóknarnefnd alla mögulega aðstoð svo hægt sé að upplýsa um orsakir slyssins.

Að öðru leiti mun Flugskóli Íslands ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu en þær birtar þegar við á á vefsíðu skólans.


Tengdar fréttir

Tveir létust í flugslysi

Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×