Innlent

Átta mánaða skilorð fyrir fjárdrátt og umboðssvik

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Álverið Reyðarfirði.
Álverið Reyðarfirði. vísir/valli
Karlmaður á fertugsaldri, Eyjólfur Rúnar Þráinsson, var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Sex mánuðir refsingarinnar eru bundnir skilorði til tveggja ára. Að auki er manninum gert að endurgreiða Starfsmannafélaginu Sóma tæpar sex milljónir króna og rúmar 1,3 milljónir í málskostnað.

Maðurinn var gjaldkeri starfsmannafélagsins en í félaginu eru starfsmenn álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hann tók við stöðunni í maí 2013 og hófst fjárdrátturinn strax í næsta mánuði. Stóð fjárdrátturinn yfir í tæpt ár eða fram í apríl 2014. Hann játaði sök í þeim ákæruliðum er sneru að fjárdrætti en neitaði sök þegar kom að umboðssvikum. Var hann ákærður í alls sextán liðum en hann var sakfelldur í fjórtán.

Hinn sakfelldi hóf störf hjá Alcoa árið 2012 en hann er menntaður rafvirki. Fyrir dómi kom fram að hann hefði verið í djúpri holu „andlega, líkamlega og fjárhagslega“ í kjölfar atburða í sínu lífi. Frá síðasta hausti hafi hann sótt reglulega tíma hjá sálfræðingi. Hann hefði enga reynslu haft af félagsstörfum og taldi að hann væri í fullum rétti til að ráðstafa fé félagsins án aðkomu stjórnar þess.

Við ákvörðunar var litið til þess að hann hafi misnotað trúnaðaraðstöðu sem hann gegndi sem stjórnarmaður og gjaldkeri félagsins. Ekki var miðað við að ásetningur hans hafi verið mikill þar sem hann hafi ekki lagt mikla vinnu í að leyna brotum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×