Skráningarnúmer JFK seldist á 13 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 15:53 Skráningarnúmerið dýra sem var á bíl JFK. Autoblog Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent
Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent