Formúla 1 á Nürburgring árið 2017? Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 09:33 Frá Formúlu 1 keppni á Nürburgring. Autoblog Formúlu 1 keppnir voru lengi haldnar á Nürburgring brautinni í Þýskalandi, en þó ekki síðan árið 2013. Það gæti verið að breytast aftur því líklega verður haldin Formúlu 1 keppni þar árið 2017. Lengi vel voru keppnirnar haldnar til skiptis á Hockenheim og Nürburgring brautunum þýsku og því ávallt þýsk Formúlu 1 keppni á hverju ári. Svo bar þó við í fyrra að eigendur Nürburgring brautarinnar þá vildu ekki leggja til það fé sem uppsett var til að halda keppnina og var hún því flutt til Austurríkis á Red Bull Ring brautina í Spielberg. Á næsta ári stendur til að halda keppni á Hockenheim brautinni og árið eftir á Nürburgring. Það eru nýir eigendur Nürburgring brautarinnar sem eru í samningaviðræðum við Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, um áframhaldandi keppni á Nürburgring. Þeir sem þekkja Nürburgring brautina ættu ekki að láta sig hlakka til þess að bílar Formúlu 1 keppninnar þeysi um Nordschleife hluta brautarinnar, en það var síðast gert árið 1976 þegar Niki Lauda lenti í slysinu sem brenndi hann svo illa í framan. Keppnin fer fram á styttri hluta hennar, en heildarlengd brautarinnar er 20 kílómetrar. Þar sem engin Formúlu 1 keppni var haldin í ár á Nürburgring brautinni voru í staðinn haldnar keppnir þar í FIA World Endurance Championship og World Touring Car Championship mótaröðunum. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent
Formúlu 1 keppnir voru lengi haldnar á Nürburgring brautinni í Þýskalandi, en þó ekki síðan árið 2013. Það gæti verið að breytast aftur því líklega verður haldin Formúlu 1 keppni þar árið 2017. Lengi vel voru keppnirnar haldnar til skiptis á Hockenheim og Nürburgring brautunum þýsku og því ávallt þýsk Formúlu 1 keppni á hverju ári. Svo bar þó við í fyrra að eigendur Nürburgring brautarinnar þá vildu ekki leggja til það fé sem uppsett var til að halda keppnina og var hún því flutt til Austurríkis á Red Bull Ring brautina í Spielberg. Á næsta ári stendur til að halda keppni á Hockenheim brautinni og árið eftir á Nürburgring. Það eru nýir eigendur Nürburgring brautarinnar sem eru í samningaviðræðum við Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, um áframhaldandi keppni á Nürburgring. Þeir sem þekkja Nürburgring brautina ættu ekki að láta sig hlakka til þess að bílar Formúlu 1 keppninnar þeysi um Nordschleife hluta brautarinnar, en það var síðast gert árið 1976 þegar Niki Lauda lenti í slysinu sem brenndi hann svo illa í framan. Keppnin fer fram á styttri hluta hennar, en heildarlengd brautarinnar er 20 kílómetrar. Þar sem engin Formúlu 1 keppni var haldin í ár á Nürburgring brautinni voru í staðinn haldnar keppnir þar í FIA World Endurance Championship og World Touring Car Championship mótaröðunum.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent