Tónlist

Friðrik Þór lendir í tónlistarmyndbandi og tekur til sinna ráða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Þór fer á kostum.
Friðrik Þór fer á kostum. vísir
Friðrik Þór Friðriksson er þekktari fyrir að vera bak við myndavélina, en hann er fyrir framan hana í nýju myndbandi með hljómsveitinni Jane Telephonda við lagið Transmuted Saltness. Óhætt er að hvetja áhorfendur til að horfa á myndbandið til enda, án þess að upplýsa um óvænt málalok.

Hljómsveitina Jane Telephonda skipa hjónin Ásdís Rósa Þórðardóttir og Ívar Páll Jónsson, en sá síðarnefndi samdi konseptplötuna og leikverkið Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem kom út á síðasta ári.

Ívar samdi söguþráð myndbandsins, ásamt Gunnlaugi bróður sínum, sem leikstýrði því. „Það kom bara einn maður til greina í þetta hlutverk,“ segir Ívar, spurður um aðalhlutverkið. „Friðrik Þór er góður vinur minn og hann er mikill listamaður. Myndbandið fær fyrst á sig cinematískan blæ þegar Friðrik stígur inn í það. Hann er sterkur karakter og hann þolir illa múður, eins og kemur svo berlega í ljós í enda myndbandsins.“

Lagið Transmuted Saltness kemur út 27. nóvember hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Því verður dreift á alla stafræna miðla, svo sem Spotify og Apple Music. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Jane Telephonda á síðunni hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.