Gary Martin: Við Bjarni tókum á þessu eins og karlmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2015 19:00 Gary Martin ætlar að mæta öflugir til leiks í Pepsi-deildina næsta sumar og hefur ákveðið að spila áfram með KR eftir að hafa sest niður með Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR. „Það er erfitt að byrja aftur og ég get varla labbað núna," sagði Gary Martin í samtali við Hörð Magnússon á íþróttadeild 365 en Martin var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Við vorum með þrjár æfingar á síðasta sólarhring og vorum með því boðnir velkomnir í veruleikann eftir fríið. Þetta er bara hluti af því vera fótboltamaður og maður þarf bara að halda áfram," sagði Gary.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin virtist vera á förum frá KR síðasta haust en á dögunum varð það ljóst að hann mun spila áfram með Vesturbæjarliðnu í Pepsi-deildinni á komandi sumri. Hvað breyttist? „Við Bjarni settumst niður eftir tímabilið og ég sagði honum minn hug. Hann var eiginlega sammála því sem ég sagði og við komumst síðan að samkomulagi um það að við ættum báðir sökina," sagði Gary.KR er besti staðurinn fyrir mig „Ég sjálfur brást ekki nógu vel við í þessari aðstöðu en við ætlum komast í gegnum þetta. Við Bjarni tókum á þessu máli eins og karlmenn og fundum lausina. Núna ætlum við bara að einbeita okkur að næsta tímabili. Núna þegar allt er komið á hreint þá er KR besti staðurinn fyrir mig að vera," sagði Gary en er þetta mál þá úr sögunni? „Ég var mjög ósáttur síðasta sumar en Bjarni fór yfir sína hlið á málinu. Ég fékk tíma til að hugsa vel um það sem hann hafi fram að færa og ég sá það að hann hafði rétt fyrir sér. Ég verð bara að sætta mig við þetta og halda áfram," sagði Gary.Sjá einnig:Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar „Ég sé samt ekki eftir neinu. Ég var á leiðinni frá KR á vissum tímapunkti og var sannfærður um að ekkert annað kæmi til greina. Um leið og ég róaði mig niður og horfði á málið frá öllum sjónarhornum þá áttaði ég mig á því að kannski brást ég aðeins of harkalega við. Mér fannst samt þetta ekki vera ósanngjarnar kröfur sem ég hafði eftir tímabilin mín á undan og þá titla sem við höfðum unnið," sagði Gary. „Núna þurfum við bara að einbeita okkur að næsta tímabili. Síðasta tímabil var ekki gott hjá okkur og við náðum ekki í neinn titil. Mitt markmið er að spila vel á komandi tímabili og að vinna titil með KR," sagði Gary.Sjá einnig:Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Sér Gary Martin sig fara frá Íslandi og reyna fyrir sig í öðrum löndum? „Ég hef alltaf áhuga á því að reyna fyrir mér í sterkari deild en þetta snýst líka um að hafa ánægju af lífinu. Ég er ánægður hér á Íslandi og nýt mín hér," sagði Gary. „Bæði KR og FH myndu sóma sér vel í norsku deildinni. Ég er því að spila fyrir gott lið. Það þarf að vera gott tilboð svo að ég rífi mig og kærustuna upp og fari út. Ef að tilboðið kemur ekki frá einu af bestu liðunum í Noregi þá tel ég að það sé betra að vera í KR eða FH," sagði Gary.Leiðtogararnir sem okkur vantaði í fyrra KR-ingar hafa bætt við sterkum leikmönnum eins og Michael Præst og Indriða Sigurðssyni og Gary er ánægður með að fá þá í KR. „Toppliðin á Íslandi bæta alltaf við sig leikmönnum. FH er líka búið að bæta við sig leikmönnum. Við vorum með sterkt lið í fyrra og bættum aftur við mönnum fyrir næsta tímabil. Það er gott fyrir liðið að fá sterka menn inn,“ sagði Gary. „Indriði og Michael Præst eru báðir leiðtogar og voru fyrirliðar hjá sínum liðum. Kannski vantaði okkur leiðtoga á síðasta tímabili þegar hlutirnir voru ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Gary. Það er hægt að sjá allt viðtal Harðar Magnússonar við Gary Martin hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin verður áfram í herbúðum KR á næsta tímabili. Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. 9. október 2015 15:23 Gary Martin verður áfram í KR Eftir fund framherjans Gary Martin og þjálfara KR, Bjarna Guðjónssonar, er ljóst að Martin verður áfram í Vesturbænum. 10. nóvember 2015 15:23 Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54 Bjarni: Las ekki viðtölin við Gary Bjarni Guðjónsson reiknar ekki með öðru en að Gary Martin verði áfram í KR. 6. október 2015 09:45 Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Gary Martin var ekki sáttur eftir leik og fór mikinn í viðtölum. 20. september 2015 19:33 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Gary Martin ætlar að mæta öflugir til leiks í Pepsi-deildina næsta sumar og hefur ákveðið að spila áfram með KR eftir að hafa sest niður með Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR. „Það er erfitt að byrja aftur og ég get varla labbað núna," sagði Gary Martin í samtali við Hörð Magnússon á íþróttadeild 365 en Martin var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Við vorum með þrjár æfingar á síðasta sólarhring og vorum með því boðnir velkomnir í veruleikann eftir fríið. Þetta er bara hluti af því vera fótboltamaður og maður þarf bara að halda áfram," sagði Gary.Sjá einnig:Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin virtist vera á förum frá KR síðasta haust en á dögunum varð það ljóst að hann mun spila áfram með Vesturbæjarliðnu í Pepsi-deildinni á komandi sumri. Hvað breyttist? „Við Bjarni settumst niður eftir tímabilið og ég sagði honum minn hug. Hann var eiginlega sammála því sem ég sagði og við komumst síðan að samkomulagi um það að við ættum báðir sökina," sagði Gary.KR er besti staðurinn fyrir mig „Ég sjálfur brást ekki nógu vel við í þessari aðstöðu en við ætlum komast í gegnum þetta. Við Bjarni tókum á þessu máli eins og karlmenn og fundum lausina. Núna ætlum við bara að einbeita okkur að næsta tímabili. Núna þegar allt er komið á hreint þá er KR besti staðurinn fyrir mig að vera," sagði Gary en er þetta mál þá úr sögunni? „Ég var mjög ósáttur síðasta sumar en Bjarni fór yfir sína hlið á málinu. Ég fékk tíma til að hugsa vel um það sem hann hafi fram að færa og ég sá það að hann hafði rétt fyrir sér. Ég verð bara að sætta mig við þetta og halda áfram," sagði Gary.Sjá einnig:Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar „Ég sé samt ekki eftir neinu. Ég var á leiðinni frá KR á vissum tímapunkti og var sannfærður um að ekkert annað kæmi til greina. Um leið og ég róaði mig niður og horfði á málið frá öllum sjónarhornum þá áttaði ég mig á því að kannski brást ég aðeins of harkalega við. Mér fannst samt þetta ekki vera ósanngjarnar kröfur sem ég hafði eftir tímabilin mín á undan og þá titla sem við höfðum unnið," sagði Gary. „Núna þurfum við bara að einbeita okkur að næsta tímabili. Síðasta tímabil var ekki gott hjá okkur og við náðum ekki í neinn titil. Mitt markmið er að spila vel á komandi tímabili og að vinna titil með KR," sagði Gary.Sjá einnig:Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Sér Gary Martin sig fara frá Íslandi og reyna fyrir sig í öðrum löndum? „Ég hef alltaf áhuga á því að reyna fyrir mér í sterkari deild en þetta snýst líka um að hafa ánægju af lífinu. Ég er ánægður hér á Íslandi og nýt mín hér," sagði Gary. „Bæði KR og FH myndu sóma sér vel í norsku deildinni. Ég er því að spila fyrir gott lið. Það þarf að vera gott tilboð svo að ég rífi mig og kærustuna upp og fari út. Ef að tilboðið kemur ekki frá einu af bestu liðunum í Noregi þá tel ég að það sé betra að vera í KR eða FH," sagði Gary.Leiðtogararnir sem okkur vantaði í fyrra KR-ingar hafa bætt við sterkum leikmönnum eins og Michael Præst og Indriða Sigurðssyni og Gary er ánægður með að fá þá í KR. „Toppliðin á Íslandi bæta alltaf við sig leikmönnum. FH er líka búið að bæta við sig leikmönnum. Við vorum með sterkt lið í fyrra og bættum aftur við mönnum fyrir næsta tímabil. Það er gott fyrir liðið að fá sterka menn inn,“ sagði Gary. „Indriði og Michael Præst eru báðir leiðtogar og voru fyrirliðar hjá sínum liðum. Kannski vantaði okkur leiðtoga á síðasta tímabili þegar hlutirnir voru ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Gary. Það er hægt að sjá allt viðtal Harðar Magnússonar við Gary Martin hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin verður áfram í herbúðum KR á næsta tímabili. Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. 9. október 2015 15:23 Gary Martin verður áfram í KR Eftir fund framherjans Gary Martin og þjálfara KR, Bjarna Guðjónssonar, er ljóst að Martin verður áfram í Vesturbænum. 10. nóvember 2015 15:23 Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54 Bjarni: Las ekki viðtölin við Gary Bjarni Guðjónsson reiknar ekki með öðru en að Gary Martin verði áfram í KR. 6. október 2015 09:45 Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Gary Martin var ekki sáttur eftir leik og fór mikinn í viðtölum. 20. september 2015 19:33 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Gary Martin verður áfram í herbúðum KR á næsta tímabili. Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. 9. október 2015 15:23
Gary Martin verður áfram í KR Eftir fund framherjans Gary Martin og þjálfara KR, Bjarna Guðjónssonar, er ljóst að Martin verður áfram í Vesturbænum. 10. nóvember 2015 15:23
Gary Martin: Væri byrjunarliðsmaður í öllum hinum liðum deildarinnar Gary Martin leikmaður KR er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði KR og segist þurfa að verða aðalmaðurinn í liðinu á nýjan leik. 3. október 2015 16:54
Bjarni: Las ekki viðtölin við Gary Bjarni Guðjónsson reiknar ekki með öðru en að Gary Martin verði áfram í KR. 6. október 2015 09:45
Gary Martin: Engin heppni að ég varð markakóngur tvö ár í röð Gary Martin var ekki sáttur eftir leik og fór mikinn í viðtölum. 20. september 2015 19:33