Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Sóley Tómasdóttir og Magnús Már Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin lokar klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar lokar eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Almenn ánægja er meðal starfsfólks sem hefur tekið þátt í verkefninu og allt bendir til þess að það hafi almennt tekist vel. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisvaldið hyggist setja af stað samskonar verkefni líkt og tilkynnt var fyrir skömmu í tengslum við kjarasamninga ríkisins við aðildarfélög BSRB. Markmið þess verður að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum í 36 leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra stofnana sem verða fyrir valinu. Áfangamat stendur nú yfir á verkefninu í Reykjavík, en miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir og upplifun stjórnenda á starfstöðvunum virðist verkefnið hafa gengið vel. Það hefur kallað á breytt vinnufyrirkomulag og tímastjórnun og einhverja hnökra hefur þurft að lagfæra, en allt hefur það verið yfirstíganlegt.Grunnur að langtímabreytingu Reykjavíkurborg hefur vandað til verka enda er hér verið að leggja grunn að langtímabreytingu í samfélagi okkar. Þar þarf meira til en eitt tilraunaverkefni og jafnvel þótt allar líkur séu á að borgin haldi áfram með verkefni af þessum toga vekur það von og gleði að sjá fleiri atvinnurekendur hefjast handa. Reykjavíkurborg er reiðubúin að miðla þeirri þekkingu sem hefur skapast undanfarna mánuði og mun gjarnan taka þátt í samstarfi um næstu skref, við ríkið og aðra atvinnurekendur ef svo ber undir. Á sama tíma og þessi tilraunaverkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna. Þar verður að taka mið af tækifærum fólks á vinnumarkaði með tilliti til aðstæðna, s.s. kyns, barnafjölda, aldurs, fötlunar og uppruna. Verkefnið getur bæði jafnað tækifæri ólíkra hópa á vinnumarkaði og stuðlað að bættri og sanngjarnari nýtingu á kröftum okkar allra. Á sama tíma hefur þetta áhrif á aðbúnað og þjónustu við börn, eldra fólk, fatlað fólk bæði á stofnunum og heimilum og í reynd á menningu og viðhorf í samfélaginu öllu. Það er til mikils að vinna, ríki og borg eiga að hjálpast að og tryggja að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Höfundar sitja í stýrihópi um styttingu vinnuvikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Sóley Tómasdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin lokar klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar lokar eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Almenn ánægja er meðal starfsfólks sem hefur tekið þátt í verkefninu og allt bendir til þess að það hafi almennt tekist vel. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisvaldið hyggist setja af stað samskonar verkefni líkt og tilkynnt var fyrir skömmu í tengslum við kjarasamninga ríkisins við aðildarfélög BSRB. Markmið þess verður að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum í 36 leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra stofnana sem verða fyrir valinu. Áfangamat stendur nú yfir á verkefninu í Reykjavík, en miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir og upplifun stjórnenda á starfstöðvunum virðist verkefnið hafa gengið vel. Það hefur kallað á breytt vinnufyrirkomulag og tímastjórnun og einhverja hnökra hefur þurft að lagfæra, en allt hefur það verið yfirstíganlegt.Grunnur að langtímabreytingu Reykjavíkurborg hefur vandað til verka enda er hér verið að leggja grunn að langtímabreytingu í samfélagi okkar. Þar þarf meira til en eitt tilraunaverkefni og jafnvel þótt allar líkur séu á að borgin haldi áfram með verkefni af þessum toga vekur það von og gleði að sjá fleiri atvinnurekendur hefjast handa. Reykjavíkurborg er reiðubúin að miðla þeirri þekkingu sem hefur skapast undanfarna mánuði og mun gjarnan taka þátt í samstarfi um næstu skref, við ríkið og aðra atvinnurekendur ef svo ber undir. Á sama tíma og þessi tilraunaverkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna. Þar verður að taka mið af tækifærum fólks á vinnumarkaði með tilliti til aðstæðna, s.s. kyns, barnafjölda, aldurs, fötlunar og uppruna. Verkefnið getur bæði jafnað tækifæri ólíkra hópa á vinnumarkaði og stuðlað að bættri og sanngjarnari nýtingu á kröftum okkar allra. Á sama tíma hefur þetta áhrif á aðbúnað og þjónustu við börn, eldra fólk, fatlað fólk bæði á stofnunum og heimilum og í reynd á menningu og viðhorf í samfélaginu öllu. Það er til mikils að vinna, ríki og borg eiga að hjálpast að og tryggja að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Höfundar sitja í stýrihópi um styttingu vinnuvikunnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun