Lífið

Sjáðu Adele flytja lagið Hello: Gæsahúð í Cannes

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adele er ein vinsælasta söngkonan í heiminum í dag.
Adele er ein vinsælasta söngkonan í heiminum í dag. Vísir/youtube
Aðdáendur Adele standa á öndinni og bíða eftir nýjustu plötu söngkonunnar, 25, sem kemur út þann 20. nóvember.

Adele gaf frá sér lagið Hello á dögunum og það var allt gjörsamlega vitlaust. Sjaldan hefur lag frá henni fengið eins góðar viðtökur og þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 320 milljónir manns horft á myndbandið við lagið.

Á dögunum kom hún fram á NRJ-tónlistarverðlaununum í Cannes sem franska útvarpsstöðin NRJ stendur fyrir á ári hverju. Þar tók hún lagið Hello og má sjá ótrúlegan flutning á laginu hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.