Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 13:28 Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira