Lífið

Ólafur Darri með smátt hlutverk í Zoolander 2

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefur verið mikið að gera hjá Ólafi síðustu mánuði.
Það hefur verið mikið að gera hjá Ólafi síðustu mánuði. vísir/getty
Það hefur verið nóg að gera hjá leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni undanfarin misseri. Hann kom nýverið fram í myndinni  The Last With Hunter ásamt Vin Diesel og hefur hann leikið með Matthew McConaughey og Liam Neeson í gegnum tíðina.

Á vefnum Bíóvefurinn kemur fram að þessi íslenski stórleikari eigi eftir að koma fram í grínmyndinni Zoolander 2 ásamt Ben Stiller, Owen Wilson, Kristen Wiig, Will Ferrell og Penélope Cruz. Fyrri myndin kom út árið 2001 og naut hún gríðarlegrar vinsældra um allan heim. Ólafur hefur einmitt áður leikið með Ben Stiller í myndinni The Secret Life of Walter Mitty.

Ólafur Darri segir í samtali við Vísi að hlutverkið sé agnar-smátt, verði hann ekki klipptur út.

Á síðu IMDB um Zoolander 2 kemur nafn Ólafs hvergi fram.

Á opinberri heimasíðu myndarinnar The Last Witch Hunter má finna lýsingu á ferli Ólafs en þar kemur einmitt fram að hann muni koma fram í Zoolander 2. 

Hér má sjá skjáskot af síðu the last Witch Hunter.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.