Stöðugleikasamkomulagið er spuni Skjóðan skrifar 11. nóvember 2015 08:00 Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi frá samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um stöðugleikaframlag og hleypi þeim svo út úr hagkerfinu með aðrar eignir. Málið er á hendi ríkisstjórnarinnar og Alþingi hefur ekki frekari aðkomu. Samkvæmt kynningum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins skilar samkomulagið 857 milljörðum í þjóðarbúið. En hvernig eru þessir 857 milljarðar tilkomnir? Skoðum aðeins málið. Ríkið endurheimtir 81 milljarð sem það lagði til bankanna eftir hrun. Þetta er endurgreiðsla en ekki framlag. Tíndir eru til bankaskattar upp á 31 milljarð sem eru lagðir á óháð stöðugleikasamkomulagi. Ekki geta þeir talist stöðugleikaframlag og því verður að draga 112 milljarða frá pakkanum. Varasjóðir bankanna í gjaldeyri upp á 57 milljarða eru taldir til stöðugleikapakkans en í þeim felst ekkert framlag þar sem sá gjaldeyrisjöfnuður er hluti af heildarverðmæti bankanna, sem metnir eru annars staðar inn. Þá eru lánalengingar kröfuhafa upp á 226 milljarða gagnvart nýju bönkunum taldar með sem stöðugleikaframlag. Ekki er verið að gefa eftir nein lán og þau þarf að borga eftir sem áður. Hér hverfa því 283 milljarðar. Íslandsbanki, sem ríkið á að fá í hendur, er metinn á fullu bókfærðu verðmæti eigin fjár inn í pakkann, eða á 185 milljarða. Þetta er vel í lagt. Ekki virðist tekið tillit til þess að ríkið á þegar fimm prósent af bankanum. Deutsche Bank er t.d. verðlagður á rúmlega 60 prósent af bókfærðu verðmæti eigin fjár. Sé Íslandsbanki metinn á 50 prósent er verðmæti 95 prósenta hlutarins 88 milljarðar, eða 97 milljörðum lægra en stöðugleikapakkinn miðar við. Miðað er við að ríkið fái 104 milljarða út úr sölu á Arion banka. Af því eru 20 milljarðar byggðir á framtíðarvæntingum, sem ekki eru í hendi. Framsal eigna og lausafjár úr bönkunum skilar 75 milljörðum. Í kynningu er gert ráð fyrir að stöðugleikapakkinn hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfnuð upp á 41 milljarð án þess að færð séu sérstök rök fyrir því hvernig þau áhrif verða til eða að þau verði jákvæð en ekki neikvæð. Þá er gert ráð fyrir hreinu fjárflæði upp á 28 milljarða auk þess sem fjársópsákvæði á að skila 16 milljörðum. Þarna eru því 85 milljarðar til viðbótar í mikilli óvissu. Þannig virðist stöðugleikapakkinn skila á bilinu 260-345 milljörðum til ríkisins en ekki 857 eins og kynnt hefur verið. Þeir peningar sem skila sér eru svo að mestu eignir, sem á eftir að koma í verð, en ekki reiðufé. Allt eru þetta krónueignir og skeikar 5-600 milljörðum frá því sem var kynnt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að ríkisstjórnin gangi frá samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um stöðugleikaframlag og hleypi þeim svo út úr hagkerfinu með aðrar eignir. Málið er á hendi ríkisstjórnarinnar og Alþingi hefur ekki frekari aðkomu. Samkvæmt kynningum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins skilar samkomulagið 857 milljörðum í þjóðarbúið. En hvernig eru þessir 857 milljarðar tilkomnir? Skoðum aðeins málið. Ríkið endurheimtir 81 milljarð sem það lagði til bankanna eftir hrun. Þetta er endurgreiðsla en ekki framlag. Tíndir eru til bankaskattar upp á 31 milljarð sem eru lagðir á óháð stöðugleikasamkomulagi. Ekki geta þeir talist stöðugleikaframlag og því verður að draga 112 milljarða frá pakkanum. Varasjóðir bankanna í gjaldeyri upp á 57 milljarða eru taldir til stöðugleikapakkans en í þeim felst ekkert framlag þar sem sá gjaldeyrisjöfnuður er hluti af heildarverðmæti bankanna, sem metnir eru annars staðar inn. Þá eru lánalengingar kröfuhafa upp á 226 milljarða gagnvart nýju bönkunum taldar með sem stöðugleikaframlag. Ekki er verið að gefa eftir nein lán og þau þarf að borga eftir sem áður. Hér hverfa því 283 milljarðar. Íslandsbanki, sem ríkið á að fá í hendur, er metinn á fullu bókfærðu verðmæti eigin fjár inn í pakkann, eða á 185 milljarða. Þetta er vel í lagt. Ekki virðist tekið tillit til þess að ríkið á þegar fimm prósent af bankanum. Deutsche Bank er t.d. verðlagður á rúmlega 60 prósent af bókfærðu verðmæti eigin fjár. Sé Íslandsbanki metinn á 50 prósent er verðmæti 95 prósenta hlutarins 88 milljarðar, eða 97 milljörðum lægra en stöðugleikapakkinn miðar við. Miðað er við að ríkið fái 104 milljarða út úr sölu á Arion banka. Af því eru 20 milljarðar byggðir á framtíðarvæntingum, sem ekki eru í hendi. Framsal eigna og lausafjár úr bönkunum skilar 75 milljörðum. Í kynningu er gert ráð fyrir að stöðugleikapakkinn hafi jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfnuð upp á 41 milljarð án þess að færð séu sérstök rök fyrir því hvernig þau áhrif verða til eða að þau verði jákvæð en ekki neikvæð. Þá er gert ráð fyrir hreinu fjárflæði upp á 28 milljarða auk þess sem fjársópsákvæði á að skila 16 milljörðum. Þarna eru því 85 milljarðar til viðbótar í mikilli óvissu. Þannig virðist stöðugleikapakkinn skila á bilinu 260-345 milljörðum til ríkisins en ekki 857 eins og kynnt hefur verið. Þeir peningar sem skila sér eru svo að mestu eignir, sem á eftir að koma í verð, en ekki reiðufé. Allt eru þetta krónueignir og skeikar 5-600 milljörðum frá því sem var kynnt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira