Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Bjarki Ármannsson skrifar 10. nóvember 2015 20:25 Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði. Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði.
Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32