Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Bjarki Ármannsson skrifar 10. nóvember 2015 20:25 Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði. Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Sjá meira
Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði.
Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent